Ýmis bréf: 2012

Fyrirsagnalisti

Heimild lýtalæknis til að afhenda landlækni persónuupplýsingar um þær konur sem fengið hafa PIP-brjóstafyllingar

Persónuvernd hefur veitt Læknafélagi Íslands leiðbeinandi svar um heimildir tiltekins læknis til að segja landlækni hvaða konur hafa s.k. PIP-brjóstafyllingar. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá slíkar persónuupplýsingar. Í svari sínu bendir Persónuvernd m.a. á að rík þagnarskylda hvíli á læknum. Skyldan sé bundin í lög og henni verði ekki létt af þeim nema með lögum. Við slíkt yrði að gæta þeirra grundvallarréttinda sem allir njóta skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þau réttindi má ekki skerða slík nema brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Þá er bent á að það er Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum brjóstafyllinga, en ekki landlæknir.

Heimild lýtalæknis til að upplýsa um konur með PIP-brjóstafyllingar

Persónuvernd hefur veitt Læknafélagi Íslands leiðbeinandi svar um heimildir tiltekins læknis til að segja landlækni hvaða konur hafa s.k. PIP-brjóstafyllingar. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá slíkar persónuupplýsingar. Í svari sínu bendir Persónuvernd m.a. á að rík þagnarskylda hvíli á læknum. Skyldan sé bundin í lög og henni verði ekki létt af þeim nema með lögum. Við slíkt yrði að gæta þeirra grundvallarréttinda sem allir njóta skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þau réttindi má ekki skerða slík nema brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Þá er bent á að það er Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum brjóstafyllinga, en ekki landlæknir.

Samkeyrsla þinglýsingaskrár og þjóðskrár

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn fjölmiðils varðandi samkeyrslu þinglýsingaskrár og þjóðskrár með það fyrir augum að fá upplýsingar um jarðir í eigu útlendinga hér á landi. Í svari Persónuverndar kemur fram að samkeyrsla á vegum Þjóðskrár Íslands (sem er stjórnvald) verði að eiga sér stoð í lögum en að vinnsla fjölmiðils í þágu fréttamennsku þurfi þess ekki.

Samkeyrsla þinglýsingarskráar og þjóðskrár

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn fjölmiðils varðandi samkeyrslu þinglýsingaskrár og þjóðskrár með það fyrir augum að fá upplýsingar um jarðir í eigu útlendinga hér á landi. Í svari Persónuverndar kemur fram að samkeyrsla á vegum Þjóðskrár Íslands (sem er stjórnvald) verði að eiga sér stoð í lögum en að vinnsla fjölmiðils í þágu fréttamennsku þurfi þess ekki.

Birting viðkvæmra gagna frá lögreglu á vefsíðu

Persónuvernd barst athugasemd vegna viðtals við lögreglumann þar sem hann greindi frá viðkvæmum persónuupplýsingum, sem hann fékk aðgang að í starfi sínu. Persónuvernd gerði athugasemdir við lögreglu og beindi til hennar tilmælum um bætta meðferð trúnaðarupplýsinga.

Birting viðkvæmra gagna frá lögreglu á vefsíðu

Persónuvernd barst athugasemd vegna viðtals við lögreglumann þar sem hann greindi frá viðkvæmum persónuupplýsingum, sem hann fékk aðgang að í starfi sínu. Persónuvernd gerði athugasemdir við lögreglu og beindi til hennar tilmælum um bætta meðferð trúnaðarupplýsinga.

Heimild lýtalækna til miðla upplýsingum um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar, óháð tegund fyllinga

Persónuvernd hefur veitt Læknafélaginu Íslands (LÍ) leiðbeinandi svar um heimildir lækna til að gefa landlækni upplýsingar um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar (óháð tegund fyllingar) hér á landi frá árinu 2000. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá persónuupplýsingar um allar konurnar. Í svari sínu bendir Persónuvernd á að rík þagnarskylda hvíli á læknum samkvæmt lögum. Til að létta þeirri þagnarskyldu af þeim þurfi skýra heimild, t.d. samþykki viðkomandi sjúklings, eða lagaheimild. Í gildandi lögum sé ekki að finna slíka heimild. Þá er bent á að slíkt verði ekki heimilað með lögum nema að uppfylltum skilyrðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig er tekið fram að svara megi mögulegum spurningum landlæknis með framkvæmd vísindarannsóknar.

Heimild lýtalækna til miðla upplýsingum um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar, óháð tegund fyllinga

Persónuvernd hefur veitt Læknafélaginu Íslands (LÍ) leiðbeinandi svar um heimildir lækna til að gefa landlækni upplýsingar um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar (óháð tegund fyllingar) hér á landi frá árinu 2000. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá persónuupplýsingar um allar konurnar. Í svari sínu bendir Persónuvernd á að rík þagnarskylda hvíli á læknum samkvæmt lögum. Til að létta þeirri þagnarskyldu af þeim þurfi skýra heimild, t.d. samþykki viðkomandi sjúklings, eða lagaheimild. Í gildandi lögum sé ekki að finna slíka heimild. Þá er bent á að slíkt verði ekki heimilað með lögum nema að uppfylltum skilyrðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig er tekið fram að svara megi mögulegum spurningum landlæknis með framkvæmd vísindarannsóknar.

Skráning kennitölu við gjaldeyrisviðskipti

Seðlabankinn óskaði þess að Persónuvernd endurskoðaði afstöðu sína varðandi skráningu kennitalna einstaklinga við gjaldeyrisviðskipti undir 1000 evrum. Persónuverndi veitti almennt svar. Þar er bent á að ríkur vafi leiki á um hvort lagaheimild standi til  þeirrar víðtæku kennitöluskráningar sem Seðlabankinn telur þurfa að fara fram í viðskiptabönkunum, þ.e. í þágu eftirlits með gjaldeyrishöftum.

Upplýsingar um einstaklinga sem taldir eru tengjast hryðjuverkum

Persónuvernd hefur, að beiðni innanríkisráðherra, veitt álit á að Ísland og Bandaríkin skiptist á persónuupplýsingum um einstaklinga sem taldir séu geta tengst hryðjuverkum. Í álitinu er bent á að fyrst yrði að tryggja að heimild stæði til þess að skrá slíkar persónuupplýsingar og til annarrar vinnslu á þeim. Að því er varði flutning þeirra til Bandríkjanna yrði einnig að uppfylla sérstök skilyrði. Tryggja yrði öryggi þeirra hjá viðtakanda og virða tilgreindar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hefur þegar gengist undir. Flutningur upplýsinganna gæti stuðst við lagaheimild.

Síða 3 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei