Aðgengisstefna

Persónuvernd hefur einsett sér að gera vef sinn aðgengilegan fötluðum. Stefnt er að því að allt efni á vef stofnunarinnar frá árinu 2002 muni a.m.k. standast viðmiðunarreglur WCAG 2.0 af gerð A fyrir 1. júlí 2007. Jafnframt mun eldra efni sem talið er mikilvægt eða er mikið sótt í standast sömu viðmið. Þess verður gætt að nýtt efni sé í samræmi við yfirlýsta stefnu sem birt er á vefnum.

Komið verður á fót gæðaeftirliti með það að markmiði að tryggja að vefur stofnunarinnar uppfylli ávallt þau markmið sem stofnunin hefur sett sér. Þess verður krafist að efni frá þriðja aðila uppfylli kröfur stofnunarinnar um aðgengi fyrir alla. Jafnframt verður farið fram á að hugbúnaðarsalar sem stofnunin skiptir við geri grein fyrir því hvernig búnaður þeirra tekur tillit til krafna um aðgengismál.

Þeir efnisflokkar vefjar okkar sem uppfylla aðgengisstefnu Persónuverndar eru merktir sérstaklega með eftirfarandi texta eða krækju í hann: Þessi efnisflokkur uppfyllir kröfur WCAG 2.0 af gerð A um aðgengi.

Séð verður til þess að starfsfólk fái þá þjálfun sem til þarf miðað við starf sitt og hlutverk. Boðið verður upp á endurmenntun eftir því sem kröfur um aðgengi breytast eða ný tækni kemur fram.

Persónuvernd mun endurskoða stefnu sína reglulega í því skyni að uppfylla enn betur kröfur um aðgengi allra að vefnum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica