Stefna og gildi Persónuverndar

Persónuvernd er leiðandi á sviði persónuverndar og meðferðar persónuupplýsinga á Íslandi og leitast við að tryggja að stofnanir og einkaaðilar þekki og fari eftir lögum og reglum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Stofnunin miðlar þekkingu og upplýsingum til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana, stjórnvalda og annarra í þeim tilgangi að almenningur geti staðið vörð um réttindi sín og friðhelgi einkalífsins.

Persónuvernd hefur skýra sýn á hlutverk sitt og ábyrgð í samfélaginu. Gildi stofnunarinnar eru þekking, trúverðugleiki og fagmennska. Allt innra og ytra starf stofnunarinnar einkennist af þessum gildum og er unnið af samheldnum og traustum mannauði.


Var efnið hjálplegt? Nei