Fréttir

Fyrirsagnalisti

3.11.2023 : Breytingar á afgreiðslu kvartana hjá Persónuvernd

Nýverið voru gerðar breytingar á persónuverndarlögum í því skyni að einfalda meðferð kvörtunarmála hjá Persónuvernd. Breytingunum er ætlað að draga úr verkefnaálagi hjá stofnuninni og samhliða því stytta málsmeðferðartíma og auka skilvirkni við afgreiðslu mála.

Kvartanir verða framvegis afgreiddar með fjölbreyttari hætti en verið hefur. Metið verður í hverju tilviki fyrir sig hvort kvörtun verður tekin til rannsóknar og úrskurðar eða hvort leyst verður úr henni með einfaldari hætti. Þá getur Persónuvernd nú hafnað því að taka kvörtun til meðferðar, svo sem ef litlar líkur eru á broti eða ef áður hefur verið leyst úr sama álitaefni.  

Síða 1 af 51


Var efnið hjálplegt? Nei