Fréttir

Fyrirsagnalisti

9.4.2021 : Öryggisbrestur hjá LinkedIn

Fréttatilkynning frá ítölsku persónuverndarstofnuninni

Persónuverndarstofnunin á Ítalíu hefur hafið rannsókn á öryggisbresti hjá LinkedIn sem leiddi til þess að óviðkomandi fengu aðgang að persónuupplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins. Notendur LinkedIn eru hvattir til að vera á varðbergi, meðal annars vegna hættu á auðkennisþjófnaði. 

6.4.2021 : Upplýsingar um 31 þúsund Íslendinga birtar á umræðuvettvangi hakkara – yfirlýsing írsku persónuverndarstofnunarinnar

Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna birtingar gagnasafna á umræðuvettvangi hakkara. Samkvæmt yfirlýsingunni virðast umrædd gögn vera frá Facebook. Höfuðstöðvar Facebook á Evrópska efnahagsvæðinu eru á Írlandi og telst því DPC vera forystueftirlitsstjórnvald gagnvart fyrirtækinu.

12.3.2021 : Persónuvernd sendir fræðsluefni um persónuvernd barna í grunnskólana

Persónuvernd sendi á dögunum bréf og fræðslubækling fyrir börn í alla grunnskóla landsins með kennslu á yngri stigum. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir eindregið til þess að kynna efnið fyrir öllum nemendum á yngsta og miðstigi skólanna, en meðfylgjandi því voru umræðupunktar fyrir kennara.

Persónuvernd mun halda áfram að setja málefni barna í forgang og unnið er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni. 

19.2.2021 : 106 sóttu um tvær lausar stöður hjá Persónuvernd á Húsavík

Persónuvernd auglýsti nýverið eftir starfsfólki á nýja starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík. Auglýst var eftir einum lögfræðingi og einum sérfræðingi í þjónustuver. Umsóknarfrestur var til 8. febrúar sl. Alls sóttu 28 um stöðu lögfræðings og 78 um stöðu sérfræðings.

15.2.2021 : Bréf Persónuverndar til Arion banka hf. vegna stöðu persónuverndarfulltrúa bankans

Hinn 8. febrúar 2021 sendi Persónuvernd bréf til Arion banka hf. þar sem fjallað var um stöðu persónuverndarfulltrúa bankans, en regluvörður gegnir því hlutverki. Í bréfinu eru samskipti aðila rakin og komist að þeirri niðurstöðu að Arion banki hf. hafi gripið til ýmissa ráðstafana sem ætlað sé að tryggja að persónuverndarfulltrúi bankans uppfylli skilyrði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerðar (ESB) 2016/679. Í bréfinu kemur fram að Persónuvernd geri ekki athugasemdir við tilnefningu regluvarðar Arion banka hf. sem persónuverndarfulltrúa hans að svo stöddu, en jafnframt segir að það mat byggi á núverandi forsendum og þeim gögnum sem bankinn hefur látið stofnuninni í té.

Bréf Persónuverndar má sjá hér að neðan. 

9.2.2021 : Leiðbeiningar til íþróttafélaga, tómstunda- og æskulýðsfélaga og annarra aðila sem starfa með börnum

Að ýmsu er að huga fyrir ábyrgðaraðila þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga um börn, m.a. varðandi miðlun þeirra upplýsinga og birtingu. Ljóst er að þær sérstöku aðstæður sem sköpuðust í upphafi árs 2020 vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið því að fjölmargir aðilar hafa þurft að fást við breytt starfs- og námsumhverfi og því hafa ábyrgðaraðilar leitað meira í ýmsar tæknilausnir, svo sem myndupptökur og streymi af viðburðum sem foreldrar geta ekki sótt vegna fjöldatakmarkana og sóttvarnaráðstafana.

Vegna fjölda fyrirspurna til Persónuverndar um efnið og ábendinga um að ýmis félög noti enn samfélagsmiðla til að miðla persónuupplýsingum um börn, hefur Persónuvernd tekið saman helstu atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með persónuupplýsingar barna.

Síða 1 af 39


Var efnið hjálplegt? Nei