Fréttir

Fyrirsagnalisti

29.11.2021 : Þrjár ákvarðanir vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við Covid-19

Persónuvernd hefur lokið þremur málum sem öll varða vinnslu heilbrigðisupplýsinga í tengslum við Covid-19. Um er að ræða ákvarðanir sem snerta starfsemi sóttvarnalæknis, Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar og samspil þessara aðila á tímum heimsfaraldurs.

22.11.2021 : Álit um heimild Hagstofu til upplýsingaöflunar vegna manntals

Mál nr. 2021091715

Persónuvernd hefur veitt álit um heimildir Hagstofu Íslands til öflunar persónuupplýsinga vegna gerðar manntals 2021. Annars vegar lýtur álitið að öflun upplýsinga frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins um tegund fötlunar og hins vegar frá Orkuveitu Reykjavíkur um raforkusölu til einstaklinga. Komist er að þeirri niðurstöðu að hvoru tveggja upplýsingaöflunin sé heimil en minnt á að gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinganna og gæta meðalhófs.

27.10.2021 : Rafræn vöktun hjá Strætó

Mál nr. 2020010581

Persónuvernd hefur úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir skorti á merkingum og fræðslu um rafræna vöktun í strætisvögnum Strætó bs. Persónuvernd fór í tvær vettvangsathuganir til að kanna hvernig merkingum og fræðslu væri háttað í strætisvögnum Strætó bs. Niðurstaða fyrri athugunarinnar var að merkingum með viðvörunum um að fram færi rafræn vöktun væri ábótavant fyrir þá sem gengju inn um miðdyr vagnanna og að frekari fræðsla væri ófullnægjandi. Við síðari vettvangsathugun Persónuverndar, sem fór fram rúmu ári síðar, kom í ljós að úr þessu hafði verið bætt og var það niðurstaða stofnunarinnar að merkingar og fræðsla um rafræna vöktun í strætisvögnunum samrýmdist þá persónuverndarlögum.

Síða 1 af 43


Var efnið hjálplegt? Nei