Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.9.2021 : Norska persónuverndarstofnunin ákveður að nota ekki Facebook

Norska persónuverndarstofnunin (Datatilsynet) birti í vikunni niðurstöður mats á áhrifum á persónuvernd sem stofnunin framkvæmdi á fyrirhugaðri notkun hennar á samfélagsmiðlinum Facebook. Til stóð að útbúa sérstaka síðu til að koma starfsemi stofnunarinnar á framfæri við almenning.

Í því sambandi er bent á að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að móttaka lögreglu á upplýsingum í gegnum Facebook væri ekki í samræmi við persónuverndarlög með vísan til sambærilegra sjónarmiða.

9.9.2021 : Opnun starfsstöðvar Persónuverndar á Húsavík

Síðastliðið vor var tekin í notkun ný starfsstöð Persónuverndar á Húsavík en formleg opnun hennar fór fram í dag, 9. september.

3.9.2021 : Bréf Persónuverndar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna rangfærslna í skýrslu um eignarhald útgerðarfélaga

Hinn 1. september 2021 sendi Persónuvernd bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis í tilefni framlagningar skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins. Í skýrslunni voru ýmsar rangfærslur sem Persónuvernd taldi ástæðu til að leiðrétta, meðal annars um efni ákvörðunar stofnunarinnar, dags. 15. júní 2021, um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á vef Skattsins.

Bréf Persónuverndar má sjá hér að neðan.

Síða 1 af 42


Var efnið hjálplegt? Nei