Fréttir

Fyrirsagnalisti

22.1.2019 : Franska Persónuverndarstofnunin sektar Google um 50 milljónir evra

Samþykki fyrir notkun persónuupplýsinga of flókið og ógagnsætt

8.1.2019 : Über sektað í mörgum Evrópulöndum vegna gagnaleka

Leigubílafyrirtækið Über hefur verið sektað um háar fjárhæðir í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Ítalíu vegna rangra viðbragða við gagnaleka.

4.1.2019 : Snjallúr geta ógnað öryggi barna

Að gefnu tilefni ítrekar Persónuvernd að foreldrar, forráðamenn og aðrir hugi að öryggi og persónuvernd við kaup og notkun á gagnvirkum og nettengdum vörum fyrir börn, svo sem leikföngum og snjallúrum.

Persónuvernd hvetur þá sem kaupa slíkar vörur, hvort sem er hérlendis, erlendis eða í vefverslunum, að vera meðvitaðir um þær áhættur sem fylgja nettengdum vörum. 

21.12.2018 : Meðferð máls vegna hljóðupptöku á Klaustri

Klaustursmálið er í hefðbundnum farvegi

21.12.2018 : Ársskýrsla Persónuverndar 2017

Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2017.

17.12.2018 : Kynningarherferð Persónuverndar 2018 - upptökur og annað efni

Persónuvernd hélt í kynningarherferð um landið í október og nóvember 2018 þar sem áhugasömum var boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina. Lokafundurinn var haldinn í Reykjavík 26. nóvember sl. Upptökur og glærur frá þeim fundi má nú nálgast hér á vefsíðunni.

29.11.2018 : Niðurstaða Persónuverndar um tekjur.is

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli vegna gagnagrunns með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 sem gerður hafði verið aðgengilegur á vefsíðunni tekjur.is.

2.11.2018 : Fundaröð Persónuverndar hófst á Akureyri

Persónuvernd stóð fyrir fundi um nýja persónuverndarlöggjöf í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 31. október.

26.10.2018 : Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 - upplýsingar og skráning þátttöku

Persónuvernd heldur í kynningarherferð um landið í október og nóvember þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina.

25.10.2018 : Breska persónuverndarstofnunin sektar Facebook um 500 þúsund pund fyrir alvarleg brot gegn persónuverndarlögum

Breska persónuverndarstofnunin, Information Commissioner's Office (ICO), hefur sektað Facebook um 500 þúsund pund (um 77,6 milljónir íslenskra króna) fyrir alvarleg brot gegn persónuverndarlögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu ICO.

Síða 1 af 29


Var efnið hjálplegt? Nei