Fréttir

Fyrirsagnalisti

26.3.2020 : Nýr bæklingur um persónuvernd barna 8-12 ára

Persónuvernd hefur útbúið nýjan bækling um persónuvernd barna. Bæklingurinn „Spurðu áður en þú sendir!“ er ætlaður börnum 8–12 ára og fjallar á einfaldan hátt um hvað persónuupplýsingar og persónuvernd eru. Þá er jafnframt fjallað um mikilvægi þess að gæta þess hvaða efni er deilt með öðrum á Netinu og að ávallt skuli fái leyfi áður en sendar eru upplýsingar um aðra, t.d. ljósmyndir.

24.3.2020 : Leiðbeiningar um fjarkennslu í skólum

Vegna fyrirspurna frá sveitarfélögum og einstaklingum innan skólasamfélagsins hefur Persónuvernd tekið saman helstu atriði sem hafa ber í huga þegar kemur að nýtingu tæknilausna í fjarkennslu.

24.3.2020 : Afgreiðsla á máli vegna vísindarannsóknar á COVID-19

Föstudaginn 20. mars sl. barst Persónuvernd til umsagnar frá Vísindasiðanefnd umsókn frá Íslenskri erfðagreiningu um heimild til að gera rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrifum erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Umsögn var send frá Persónuvernd til nefndarinnar í gær, mánudaginn 23. mars. Kemur þar fram, með vísan til þeirra almennu skilyrða sem gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, að ekki séu gerðar athugasemdir við að nefndin taki umsókn ÍE til efnislegrar afgreiðslu. Umsögn Persónuverndar má sjá hér að neðan. 

21.3.2020 : Umsókn um heimild til vísindarannsóknar á COVID-19

Tilkynning frá Persónuvernd

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

20.3.2020 : Yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsins vegna COVID-19

Evrópska persónuverndarráðið, sem Persónuvernd á aðild að, gaf í dag út yfirlýsingu vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum COVID-19. Ráðið leggur áherslu á að persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir vinnslu persónuupplýsinga vegna ráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldurs á borð við COVID-19. 

13.3.2020 : 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 18.-19. febrúar 2020

Dagana 18.-19. febrúar 2020 fór fram 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

13.3.2020 : COVID-19 og persónuvernd

Stjórnvöld og mörg fyrirtæki hafa nú þegar gripið til ýmissa ráðstafana til að hefta og draga úr útbreiðslu Covid-19. Margar þessara ráðstafana geta falið í sér vinnslu persónuupplýsinga (svo sem um nafn, heimilisfang, vinnustað, ferðaupplýsingar o.fl.) og jafnvel vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga, svo sem varðandi heilsufar. Slík vinnsla er í flestum tilfellum heimil en gæta þarf meðalhófs og gagnsæis.

8.3.2020 : Vegna umræðu í fjölmiðlum um skimun fyrir Covid19-veirunni

Sameiginleg fréttatilkynning frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd

Að gefnu tilefni vilja Vísindasiðanefnd og Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Síða 1 af 34


Var efnið hjálplegt? Nei