Fréttir

Fyrirsagnalisti

6.9.2018 : Tilmæli vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla- og frístundastarfi

Tilmæli Persónuverndar til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum

28.8.2018 : Ísland – fyrirmynd að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu?

Fjallað er um grein forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur, um EES-samninginn í leiðara hins virta tímarits Privacy Laws & Business.

28.6.2018 : Þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki vegna innleiðingar nýrrar persónuverndar­löggjafar

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er eitt af verkefnum Persónuverndar að sinna leiðbeiningum til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Til að uppfylla þá skyldu hefur Persónuvernd sett á fót þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tók gildi þann 15. júlí 2018.

25.5.2018 : Persónuvernd er stofnun ársins árið 2018

Persónuvernd er stofnun ársins í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn annað árið í röð, en könnun á ríkisstofnun ársins var nú gerð í þrettánda sinn.

22.5.2018 : Aukin samvinna Persónuverndar og systurstofnanna á Norðurlöndunum

Auka á enn frekar samvinnu persónuverndarstofnanna á Norðurlöndunum

16.2.2018 : Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast. 

Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

29.11.2017 : Þátttaka í Schengen-úttekt á Grikklandi

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, var á meðal þeirra sem skipuðu úttektarnefnd á persónuverndarþætti Schengen samstarfsins í Grikklandi.

23.10.2017 : Skólinn og samfélagsmiðlar

Leikskólar og skólar, sem taka myndir af börnunum og miðla þeim í gegnum samfélagsmiðla, bera ábyrgð á þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem í því felst. En hvernig eiga skólar að haga slíkri vinnslu persónuupplýsinga?

16.6.2017 : Forstjóri Persónuverndar í viðtali á ÍNN

Þann 14. júní sl. var Helga Þórisdóttir gestur Björns Bjarnasonar á sjónvarpsstöðinni ÍNN en í viðtalinu var meðal annars rætt um hlutverk og verkefni Persónuverndar auk þeirra breytinga sem verða á starfsemi Persónuverndar á næstunni.

9.6.2017 : Persónuvernd á Írlandi leitar að sérfræðingum á EES svæðinu til starfa

Írska systurstofnun Persónuverndar hefur auglýst eftir sérfræðingum til starfa við stofnunina, en ríkisborgurum EES-ríkja er heimilt að sækja um stöðurnar.

Síða 1 af 27


Var efnið hjálplegt? Nei