Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

6.3.2020 : Vinnsla persónuupplýsinga á vinnustöðum í tengslum við sóttvarnir (COVID-19)

Á vinnustöðum getur verið nauðsynlegt að skrá niður lágmarksupplýsingar í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu hennar og til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Vegna þessa hefur Persónuvernd gefið út leiðbeiningar til atvinnurekenda hvað þetta varðar. 

26.2.2020 : Heimildir sóttvarnalæknis til gagnaöflunar í tengslum við COVID-19

Persónuvernd hefur svarað erindi embættis landlæknis varðandi heimildir sóttvarnalæknis til gagnaöflunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19 veirunnar, en svar Persónuverndar er að finna hér fyrir neðan. Er það mat Persónuverndar að með hliðsjón af ákvæðum sóttvarnalaga sé sóttvarnalækni heimilt að afla gagna frá öllum þeim aðilum, sem geta veitt upplýsingar þegar út brýst hópsýking eða farsótt sem ógnar heilsu manna, og vinna með þær upplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er.

26.2.2020 : Ráðstefna um fjölþáttaógnir

Þann 27. febrúar n.k. stendur þjóðaröryggisráð fyrir ráðstefnu um fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) í Hátíðasal Háskóla Íslands frá kl. 13.00 - 17.00

13.2.2020 : 17. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 28.-29. janúar 2020

Dagana 28.-29. janúar 2020 fór fram 17. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

31.1.2020 : Leiðbeiningar Persónuverndar vegna Brexit

Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu (ESB) í dag (31. janúar 2020) á grundvelli útgöngusamnings við ESB, en þann 28. janúar sl. var jafnframt undirritaður samningur vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

28.1.2020 : Eigum við rétt á því að vera andlitslaus á tímum andlitsgreiningartækni?

Í dag er alþjóðlegi persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Í tilefni af því hefur Persónuvernd birt nýjar leiðbeiningar á vefsíðu sinni um ýmis málefni tengd persónuvernd auk þess sem efni eldri leiðbeininga hefur verið uppfært eftir þörfum. Er hér m.a. um að ræða fræðsluefni um valdheimildir Persónuverndar, innbyggða og sjálfgefna persónuvernd, vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, varðveislu og eyðingu gagna, öryggisbresti, tölvuský og ýmislegt fleira.

5.12.2019 : 16. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 2.-3. desember 2019

Dagana 2.-3. desember 2019 fór fram 16. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

27.11.2019 : 15. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 12.-13. nóvember 2019

Dagana 12. og 13. nóvember 2019 fór fram 15. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

Síða 2 af 34


Var efnið hjálplegt? Nei