Fréttir

Fyrirsagnalisti

15.12.2021 : Ársskýrsla 2020 – Covid-19 og persónuvernd – rekstur áfram í járnum

Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2020. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk formála forstjóra, þar sem farið er yfir helstu verkefni og það sem efst var á baugi á árinu. Þar er jafnframt að finna helstu verkefni Persónuverndar vegna COVID-19 á árinu. 

29.11.2021 : Þrjár ákvarðanir vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við Covid-19

Persónuvernd hefur lokið þremur málum sem öll varða vinnslu heilbrigðisupplýsinga í tengslum við Covid-19. Um er að ræða ákvarðanir sem snerta starfsemi sóttvarnalæknis, Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar og samspil þessara aðila á tímum heimsfaraldurs.

22.11.2021 : Álit um heimild Hagstofu til upplýsingaöflunar vegna manntals

Mál nr. 2021091715

Persónuvernd hefur veitt álit um heimildir Hagstofu Íslands til öflunar persónuupplýsinga vegna gerðar manntals 2021. Annars vegar lýtur álitið að öflun upplýsinga frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins um tegund fötlunar og hins vegar frá Orkuveitu Reykjavíkur um raforkusölu til einstaklinga. Komist er að þeirri niðurstöðu að hvoru tveggja upplýsingaöflunin sé heimil en minnt á að gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinganna og gæta meðalhófs.

Síða 2 af 45


Var efnið hjálplegt? Nei