Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

1.7.2020 : 30.-33. fundir EDPB; yfirlýsing vegna opnunar landamæra og samvirkni rakningarforrita o.fl.

Vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundarbúnað frá því í apríl. Í stað mánaðarlegra funda skipti ráðið yfir í vikulega fjarfundi. Í júní hafa verið haldnir fjórir slíkir fundir. Áætlað er að ráðið haldi fjarfundi út júlí í það minnsta. 

26.6.2020 : Reglur um öryggi persónuupplýsinga við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði

Þann 8. júní 2020 tóku gildi reglur um öryggi persónuupplýsinga við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

24.6.2020 : Vegna fréttatilkynningar Neytendasamtakanna og ASÍ um starfsleyfisskilmála Creditinfo

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd taka eftirfarandi fram vegna fréttatilkynningar sem Neytendasamtökin og ASÍ birtu í dag:

16.6.2020 : Fundir EDPB í apríl og maí

Vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundarbúnað í apríl og maí. Í stað mánaðarlegra funda skipti ráðið yfir í vikulega fjarfundi. Alls voru á þessum tíma haldnir 11 fjarfundir. Áætlað er að ráðið haldi fjarfundi út júlí í það minnsta. 

19.5.2020 : Álit um skrár Embættis landlæknis

Persónuvernd hefur veitt álit í máli af tilefni kröfu Embættis landlæknis um að sjálfstætt starfandi sérfræðingar sendi því upplýsingar um sjúklinga sína til skráningar í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Í álitinu er meðal annars rakið að í 71. gr. stjórnarskrárinnar felist að reglugerðir eða önnur fyrirmæli sett af ráðherra sem takmarki einkalífsréttindi manna verði að eiga sér skýra lagastoð og geti ekki gengið lengra en ráðgert sé í lögunum sjálfum. Í 22. gr. reglugerðar nr. 548/2008 um heilbrigðisskrár sé kveðið á um að skylt sé að færa tilteknar persónuupplýsingar í umrædda skrá. Samkvæmt lögum nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu standi hins vegar einungis heimild til þeirrar skráningar og séu því með reglugerðinni lagðar þyngri byrðar á borgarana en lögin heimili. Með hliðsjón af þessu sé það mat Persónuverndar að þörf sé á skýrari ákvæðum í settum lögum um heilbrigðisskrár.

14.5.2020 : Tilkynningagátt fyrir öryggisbresti opnuð í dag

Ný tilkynningagátt um öryggisatvik – oryggisatvik.island.is – hefur verið opnuð en gáttin auðveldar stofnunum og fyrirtækjum að tilkynna um öryggisatvik sem upp kunna að koma í rekstri þeirra. Gáttin er samvinnuverkefni Persónuverndar, Póst- og fjarskiptastofnunar/CERT-IS og Lögreglunnar undir forystu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. 

13.5.2020 : Svar Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar

Þann 11. maí 2020 barst Persónuvernd bréf Vinnumálastofnunar varðandi birtingu og miðlun upplýsinga um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa svokallaða hlutabótaleið samkvæmt lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Í bréfinu voru settar fram spurningar tengdar birtingu umræddra upplýsinga og því hvernig hún samrýmdist persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar kemur meðal annars fram að stofnunin telji að um birtingu og miðlun umrædda upplýsinga fari eftir upplýsingalögum nr. 140/2012 og að Persónuvernd skeri ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsingar samkvæmt þeim lögum. Það sé hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að umræddar upplýsingar séu birtar.

21.4.2020 : Ábending Persónuverndar til Tryggingastofnunar ríkisins vegna notkunar á upplýsingum um IP-tölur

Persónuvernd hefur sent Tryggingastofnun ríkisins erindi þar sem stofnuninni er leiðbeint um að taka til skoðunar núverandi verklag sitt, sem felur í sér skoðun á IP-tölum einstaklinga sem þiggja lífeyri frá stofnuninni í þeim tilgangi að fylgjast með staðsetningu þeirra. Í erindi Persónuverndar er meðal annars vísað til nýlegs úrskurðar stofnunarinnar í máli nr. 2018/1718, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að vinnsla upplýsinga um IP-tölur, í þeim tilgangi að upplýsa um staðsetningu einstaklinga, uppfyllti ekki kröfur persónuverndarlaga um áreiðanleika persónuupplýsinga.

Bréf Persónuverndar til Tryggingastofnunar ríkisins má sjá hér að neðan. 

Síða 2 af 36


Var efnið hjálplegt? Nei