Fréttir
Fyrirsagnalisti
Réttindi barna í stafrænu umhverfi - málþing 29. apríl
Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.
Persónuvernd hefur fellt niður athugun sína á framkvæmd íslenskra dómstóla við birtingu persónuupplýsinga í dómum á Netinu
Persónuvernd hefur sent dómstólum landsins bréf og tilkynnt að stofnunin hafi fellt niður frumkvæðisathugun sína á framkvæmd dómstólanna við birtingu persónuupplýsinga í dómum á Netinu með vísan til dóms Evrópudómstólsins frá 24. mars 2022 í máli nr. C-245/20. Dómurinn varðar undanþágu frá valdsviði eftirlitsyfirvalda samkvæmt evrópsku persónuverndarreglugerðinni, sem vísar til þess þegar dómstólar fara með dómsvald sitt. Í niðurstöðu dómsins segir að vinnsla persónuupplýsinga framkvæmd af dómstólum í sambandi við upplýsingastefnu þeirra (e. in context of their communication policy) varðandi mál sem þeir hafa til meðferðar falli utan valdsviðs eftirlitsyfirvalda samkvæmt reglugerðinni.