Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

13.5.2020 : Svar Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar

Þann 11. maí 2020 barst Persónuvernd bréf Vinnumálastofnunar varðandi birtingu og miðlun upplýsinga um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa svokallaða hlutabótaleið samkvæmt lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Í bréfinu voru settar fram spurningar tengdar birtingu umræddra upplýsinga og því hvernig hún samrýmdist persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar kemur meðal annars fram að stofnunin telji að um birtingu og miðlun umrædda upplýsinga fari eftir upplýsingalögum nr. 140/2012 og að Persónuvernd skeri ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsingar samkvæmt þeim lögum. Það sé hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að umræddar upplýsingar séu birtar.

21.4.2020 : Ábending Persónuverndar til Tryggingastofnunar ríkisins vegna notkunar á upplýsingum um IP-tölur

Persónuvernd hefur sent Tryggingastofnun ríkisins erindi þar sem stofnuninni er leiðbeint um að taka til skoðunar núverandi verklag sitt, sem felur í sér skoðun á IP-tölum einstaklinga sem þiggja lífeyri frá stofnuninni í þeim tilgangi að fylgjast með staðsetningu þeirra. Í erindi Persónuverndar er meðal annars vísað til nýlegs úrskurðar stofnunarinnar í máli nr. 2018/1718, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að vinnsla upplýsinga um IP-tölur, í þeim tilgangi að upplýsa um staðsetningu einstaklinga, uppfyllti ekki kröfur persónuverndarlaga um áreiðanleika persónuupplýsinga.

Bréf Persónuverndar til Tryggingastofnunar ríkisins má sjá hér að neðan. 

26.3.2020 : Nýr bæklingur um persónuvernd barna 8-12 ára

Persónuvernd hefur útbúið nýjan bækling um persónuvernd barna. Bæklingurinn „Spurðu áður en þú sendir!“ er ætlaður börnum 8–12 ára og fjallar á einfaldan hátt um hvað persónuupplýsingar og persónuvernd eru. Þá er jafnframt fjallað um mikilvægi þess að gæta þess hvaða efni er deilt með öðrum á Netinu og að ávallt skuli fái leyfi áður en sendar eru upplýsingar um aðra, t.d. ljósmyndir.

24.3.2020 : Leiðbeiningar um fjarkennslu í skólum

Vegna fyrirspurna frá sveitarfélögum og einstaklingum innan skólasamfélagsins hefur Persónuvernd tekið saman helstu atriði sem hafa ber í huga þegar kemur að nýtingu tæknilausna í fjarkennslu.

24.3.2020 : Afgreiðsla á máli vegna vísindarannsóknar á COVID-19

Föstudaginn 20. mars sl. barst Persónuvernd til umsagnar frá Vísindasiðanefnd umsókn frá Íslenskri erfðagreiningu um heimild til að gera rannsókn á faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrifum erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Umsögn var send frá Persónuvernd til nefndarinnar í gær, mánudaginn 23. mars. Kemur þar fram, með vísan til þeirra almennu skilyrða sem gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, að ekki séu gerðar athugasemdir við að nefndin taki umsókn ÍE til efnislegrar afgreiðslu. Umsögn Persónuverndar má sjá hér að neðan. 

21.3.2020 : Umsókn um heimild til vísindarannsóknar á COVID-19

Tilkynning frá Persónuvernd

Að gefnu tilefni vill Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

20.3.2020 : Yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsins vegna COVID-19

Evrópska persónuverndarráðið, sem Persónuvernd á aðild að, gaf í dag út yfirlýsingu vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum COVID-19. Ráðið leggur áherslu á að persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir vinnslu persónuupplýsinga vegna ráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldurs á borð við COVID-19. 

13.3.2020 : 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins í Brussel 18.-19. febrúar 2020

Dagana 18.-19. febrúar 2020 fór fram 18. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) en hann sitja fulltrúar allra persónuverndarstofnana innan EES og Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (EDPS).

13.3.2020 : COVID-19 og persónuvernd

Stjórnvöld og mörg fyrirtæki hafa nú þegar gripið til ýmissa ráðstafana til að hefta og draga úr útbreiðslu Covid-19. Margar þessara ráðstafana geta falið í sér vinnslu persónuupplýsinga (svo sem um nafn, heimilisfang, vinnustað, ferðaupplýsingar o.fl.) og jafnvel vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga, svo sem varðandi heilsufar. Slík vinnsla er í flestum tilfellum heimil en gæta þarf meðalhófs og gagnsæis.

Síða 2 af 36


Var efnið hjálplegt? Nei