Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

27.11.2020 : Álit um miðlun tiltekinna stjórnvalda á persónuupplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn til embættis landlæknis

Persónuvernd veitti embætti landlæknis álit um að heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisþjónustu hvers konar væri heimilt að miðla persónuupplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn, þ.á.m. upplýsingum um refsiverða háttsemi og viðkvæmar persónuupplýsingar til embættisins þannig að það geti sinnt eftirlitshlutverki sínu með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisþjónustu í almannaþágu. Í álitinu kemur annars vegar fram að miðlun lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum heilbrigðisstarfsmanna í fyrrgreindum tilgangi gæti samrýmst lögum nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hins vegar gæti miðlun annarra embætta, stofnana og stjórnvalda á upplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn samrýmst lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þá þyrfti einnig að líta til vægis þagnarskyldu í X. kafla stjórnsýslulaga sem mælir fyrir um trúnaðar- og þagnarskyldu starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Tvær undanþágur eru að finna um fyrrgreinda þagnarskyldu. Annars vegar á þagnarskyldan ekki við þegar um er að ræða upplýsingar um lögbrot eða ámælisverða háttsemi starfsmanns stjórnvalda í tengslum við störf hans. Hins vegar þegar fyrir liggur samþykki hlutaðeigandi eða lagaheimild. Var það mat Persónuverndar að svo að miðlun aðila utan heilbrigðisþjónustu væri heimil yrði önnur tveggja undanþáganna að eiga við, að öðrum kosti væri miðlunin ekki heimil.

Persónuvernd telur að brýnt sé fyrir löggjafann að bregðast við skorti á skýrum lagaheimildum embættis landlæknis svo að það geti sinnt eftirlitshlutverki sínu eins og lög mæla fyrir um.

20.11.2020 : Ársskýrsla Persónuverndar 2019 – almenn þekking eykst en verulega aukið álag – rekstur í járnum

Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2019. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk formála forstjóra, þar sem farið er yfir helstu verkefni Persónuverndar og það sem efst var á baugi á árinu. Þar er jafnframt að finna alvarlegar athugasemdir vegna frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2021. 

17.11.2020 : Uppfærðar leiðbeiningar um fjarkennslu

Ljóst er að þær sérstöku aðstæður sem sköpuðust í upphafi árs 2020 vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið því að menntastofnanir hafa þurft að fást við breytt starfs- og námsumhverfi. Í því umhverfi er mikilvægt að geta notað þær tæknilausnir sem til eru, bæði til heimanáms, kennslu, próftöku og samskipta skóla og heimilis.

Persónuvernd hefur því í kjölfar ábendinga og fyrirspurna sem hafa borist undanfarið, m.a. um fyrirkomulag prófa, uppfært leiðbeiningar sínar frá 24. mars sl. um fjarkennslu.

10.11.2020 : Umsagnir um drög að skilmálum í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa birtar á vefsíðu Persónuverndar

Persónuvernd hefur ákveðið að birta opinberlega allar umsagnir sem stofnuninni bárust um drög að skilmálum í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa.

Þær umsagnir sem bárust Persónuvernd má sjá hér að neðan. Auk þess barst Persónuvernd umsögn frá Neytendasamtökunum og Alþýðusambandi Íslands, dags. 18. júní 2020, um það starfsleyfi sem nú er í gildi (mál nr. 2017/1541 hjá Persónuvernd) og verður hún birt samhliða.

2.10.2020 : H&M í Þýskalandi sektað um 5,7 milljarða

H&M hefur verið sektað af persónuverndarstofnuninni í Hamborg, Þýskalandi, fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins.

Síða 2 af 38


Var efnið hjálplegt? Nei