Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3.2.2021 : Bann lagt á TikTok á Ítalíu

Persónuvernd á Ítalíu hefur stöðvað tímabundið vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga hjá samfélagsmiðlinum TikTok.

28.1.2021 : Alþjóðlegi persónuverndardagurinn 2021: greinar, tölfræði yfir öryggisbresti, ný fræðsla

Í tilefni af alþjóðlega persónuverndardeginum ritar forstjóri Persónuverndar greinar í þrjá fréttamiðla, auk þess sem Persónuvernd birtir í dag tölfræði yfir tilkynnta öryggisbresti á árinu 2020, uppfærða fræðslu um öryggisbresti fyrir fyrirtæki og stjórnsýslu sem og nýja og bætta fræðslu um lánshæfismat og vanskilaskrá fyrir einstaklinga. Þá tók Persónuvernd einnig þátt í gerð myndbands hjá Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) vegna dagsins í dag.

27.1.2021 : Tvær lausar stöður hjá Persónuvernd á Húsavík

Persónuvernd auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður hjá stofnuninni á nýrri starfsstöð hennar á Húsavík. Um er að ræða eina stöðu lögfræðings og eina stöðu sérfræðings í þjónustuveri. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd.

13.1.2021 : Málþing Vísindasiðanefndar um vísindarannsóknir á tímum Covid-19

Þann 13. janúar síðastliðinn boðaði Vísindasiðanefnd til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.

6.1.2021 : Fyrsta niðurstaða EFTA-dómstólsins um túlkun persónuverndarreglugerðarinnar

EFTA-dómstóllinn komst nýlega að niðurstöðu þar sem reyndi í fyrsta skipti á túlkun ákvæða persónuverndarreglugerðarinnar.

30.12.2020 : Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands áfram heimil án hindrana eftir Brexit

Ísland, Evrópusambandið og Bretland hafa komist að samkomulagi um tímabundið óbreytt fyrirkomulag um miðlun persónuupplýsinga til Bretlands. Samkomulagið mun taka gildi um áramót en auglýsing þess efnis birtist í C-deild Stjórnartíðinda. Fyrst um sinn eftir 1. janúar 2021 þurfa stofnanir og fyrirtæki því ekki að grípa til ráðstafana varðandi miðlun persónuupplýsinga frá Íslandi til Bretlands.

29.12.2020 : 43. fundur EDPB

43. fundur ráðsins fór fram 15. desember 2020 en vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundabúnað frá því í apríl.

18.12.2020 : Brexit: Aðgerðir vegna flutnings persónuupplýsinga til Bretlands

Um áramót lýkur aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB). Það þýðir meðal annars að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mun ekki gilda lengur um Bretland frá og með 1. janúar 2021. Á þessari stundu liggur ekki fyrir samkomulag um hvernig framtíðarsambandi Bretlands og ESB verður háttað en heimildir til flutnings persónuupplýsinga frá Íslandi til Bretlands ráðast meðal annars af því. Þess vegna þurfa ábyrgðaraðilar og vinnsluaðilar að grípa til viðeigandi ráðstafana varðandi flutning persónuupplýsinga frá Íslandi til Bretlands eftir áramót.

Síða 2 af 39


Var efnið hjálplegt? Nei