Ýmis bréf

Fyrirsagnalisti

16.4.2021 : Ráðgjöf Persónuverndar til embættis landlæknis vegna Bluetooth-uppfærslu smitrakningarforrits

Þann 26. mars síðastliðinn barst Persónuvernd beiðni frá embætti landlæknis um fyrirframsamráð vegna uppfærslu smitrakningarforritsins Rakningar C-19 sem gefið hefur verið út fyrir farsíma. Með uppfærslunni er fyrirhugað að nýta Bluetooth-tækni í þágu rakningar Covid-19 smita í stað GPS-staðsetningarupplýsinga. Þann 14. apríl síðastliðinn veitti Persónuvernd embætti landlæknis ráðgjöf vegna þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fyrirhuguð er með uppfærslunni. Stofnunin taldi hins vegar ekki ástæðu til að ætla að vinnslan, eins og henni var lýst erindi embættis landlæknis, myndi brjóta í bága í við ákvæði laga nr. 90/2018 eða reglugerðar (ESB) 2016/679. Sú afstaða væri þó háð því að embættið færi að þeim fyrirmælum sem stofnunin veitti, sem lutu meðal annars að því hvernig staðið yrði að fræðslu til notenda forritsins um vinnsluna.

7.6.2018 : Ítarlegar athugasemdir gerðar við vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor

Gerðar eru ítarlegar athugasemdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunnskólanna vegna eftirfylgni með áliti Persónuverndar frá september 2015, um vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor. Verði ekki orðið við athugasemdum Persónuverndar verður tekið til skoðunar að stöðva alla frekari skráningu persónuupplýsinga í vefkerfið Mentor hjá skólunum.

12.11.2015 : Nýting dánarmeinaskrár í þágu hagskýrslugerðar

Persónuvernd hefur sent forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra bréf þar sem vakin er athygli á að lagfæra þarf löggjöf um dánarmeinaskrá. Nánar tiltekið hefur stofnunin lagt til að samið verði lagafrumvarp sem taki af vafa um hvernig nýta megi upplýsingar úr skránni í þágu hagskýrslugerðar.

29.4.2015 : Ábending stjórnar til heilbrigðisráðherra varðandi persónugreinanlegar heilbrigðisskrár landlæknis

Stjórn Persónuverndar hefur í tilefni af erindi frá Læknafélagi Íslands komið á framfæri ábendingu til heilbrigðisráðherra varðandi skráningu persónuauðkenna í heilbrigðisskrár landlæknis.

21.11.2014 : Óskað skýringa vegna sendingar á greinargerð um málefni hælisleitanda

Mál nr. 2013/1625

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu greinargerðar um málefni hælisleitanda sem send var innanríkisráðuneytinu.

28.10.2014 : Óskað skýringa frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Mál nr. 2014/1470

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.

28.10.2014 : Óskað skýringa frá lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu með persónuupplýsingum

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.

24.10.2014 : Birting upptöku úr eftirlitsmyndavél

Mál nr. 2014/1453

Persónuvernd hefur sent ábyrgðaraðila erindi þar sem farið er fram á skýringar á því hvers vegna myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél var birt opinberlega, n.t.t. á síðunni www.youtube.com. Upptakan rataði síðar í fjölmiðla. Hefur stofnunin farið fram á að svör berist eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi.

24.10.2014 : Óskað skýringa vegna opinberrar birtingar á myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél

Persónuvernd hefur sent ábyrgðaraðila erindi þar sem farið er fram á skýringar á því hvers vegna myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél var birt opinberlega, n.t.t. á síðunni www.youtube.com. Upptakan rataði síðar í fjölmiðla. Hefur stofnunin farið fram á að svör berist eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi.
Síða 1 af 12


Var efnið hjálplegt? Nei