Ýmis bréf

Fyrirsagnalisti

7.6.2018 : Ítarlegar athugasemdir gerðar við vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor

Gerðar eru ítarlegar athugasemdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunnskólanna vegna eftirfylgni með áliti Persónuverndar frá september 2015, um vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor. Verði ekki orðið við athugasemdum Persónuverndar verður tekið til skoðunar að stöðva alla frekari skráningu persónuupplýsinga í vefkerfið Mentor hjá skólunum.

12.11.2015 : Nýting dánarmeinaskrár í þágu hagskýrslugerðar

Persónuvernd hefur sent forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra bréf þar sem vakin er athygli á að lagfæra þarf löggjöf um dánarmeinaskrá. Nánar tiltekið hefur stofnunin lagt til að samið verði lagafrumvarp sem taki af vafa um hvernig nýta megi upplýsingar úr skránni í þágu hagskýrslugerðar.

29.4.2015 : Ábending stjórnar til heilbrigðisráðherra varðandi persónugreinanlegar heilbrigðisskrár landlæknis

Stjórn Persónuverndar hefur í tilefni af erindi frá Læknafélagi Íslands komið á framfæri ábendingu til heilbrigðisráðherra varðandi skráningu persónuauðkenna í heilbrigðisskrár landlæknis.

Stjórn Persónuverndar hefur í tilefni af erindi frá Læknafélagi Íslands komið á framfæri ábendingu til heilbrigðisráðherra varðandi skráningu persónuauðkenna í heilbrigðisskrár landlæknis.

29.4.2015 : Ábending stjórnar til heilbrigðisráðherra varðandi persónugreinanlegar heilbrigðisskrár landlæknis

Stjórn Persónuverndar hefur í tilefni af erindi frá Læknafélagi Íslands komið á framfæri ábendingu til heilbrigðisráðherra varðandi skráningu persónuauðkenna í heilbrigðisskrár landlæknis.

21.11.2014 : Óskað skýringa vegna sendingar á greinargerð um málefni hælisleitanda

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu greinargerðar um málefni hælisleitanda sem send var innanríkisráðuneytinu.

21.11.2014 : Óskað skýringa vegna sendingar á greinargerð um málefni hælisleitanda

Mál nr. 2013/1625

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu greinargerðar um málefni hælisleitanda sem send var innanríkisráðuneytinu.

28.10.2014 : Óskað skýringa frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Mál nr. 2014/1470

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.

28.10.2014 : Óskað skýringa frá lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu með persónuupplýsingum

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.
Síða 1 af 12


Var efnið hjálplegt? Nei