Ýmis bréf

Fyrirsagnalisti

Óskað skýringa vegna sendingar á greinargerð um málefni hælisleitanda

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu greinargerðar um málefni hælisleitanda sem send var innanríkisráðuneytinu.

Óskað skýringa frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.

Óskað skýringa frá lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu með persónuupplýsingum

Persónuvernd hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem óskað er eftir skýringum lögreglu í tengslum við miðlun skýrslu til þriðju aðila sem innihélt persónuupplýsingar, m.a. um lögreglumenn og mótmælendur. Hefur stofnunin óskað eftir að svör eigi síðar en 11. nóvember næstkomandi.

Birting upptöku úr eftirlitsmyndavél

Persónuvernd hefur sent ábyrgðaraðila erindi þar sem farið er fram á skýringar á því hvers vegna myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél var birt opinberlega, n.t.t. á síðunni www.youtube.com. Upptakan rataði síðar í fjölmiðla. Hefur stofnunin farið fram á að svör berist eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi.

Óskað skýringa vegna opinberrar birtingar á myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél

Persónuvernd hefur sent ábyrgðaraðila erindi þar sem farið er fram á skýringar á því hvers vegna myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél var birt opinberlega, n.t.t. á síðunni www.youtube.com. Upptakan rataði síðar í fjölmiðla. Hefur stofnunin farið fram á að svör berist eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi.

Aðild Öldrunarheimila Akureyrar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi

Sjúkrahúsið á Akureyri, f.h. heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, tilkynnti Persónuvernd um að Öldrunarheimili Akureyrar hefðu óskað eftir því að rafrænt sjúkraskrárkerfi þeirra yrði hluti af sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Persónuvernd gerði ekki, eins og á stóð, athugasemdir við slíkt, þ.e. að Öldrunarheimili Akureyrar gengu inn í umræddan samning og gerðust þar með aðilar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

 

Aðild Öldrunarheimila Akureyrar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi

Sjúkrahúsið á Akureyri, f.h. heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, tilkynnti Persónuvernd um að Öldrunarheimili Akureyrar hefðu óskað eftir því að rafrænt sjúkraskrárkerfi þeirra yrði hluti af sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Persónuvernd gerði ekki, eins og á stóð, athugasemdir við slíkt, þ.e. að Öldrunarheimili Akureyrar gengu inn í umræddan samning og gerðust þar með aðilar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Bréf Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar varðandi söfnun lífsýna vegna erfðarannsókna

Persónuvernd hefur sent Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) bréf af tilefni söfnunar á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin er þátttaka í samanburðarhópi vegna erfðarannsókna á vegum fyrirtækisins. Í bréfinu er óskað tillagna ÍE um hvernig gætt verði að því að einstaklingar fái lágmarksumþóttunartíma þegar leitað er samþykkis þeirra til þátttöku í vísindaverkefnum.

Bréf Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar af tilefni söfnunar lífsýna vegna erfðarannsókna

Persónuvernd hefur sent Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) bréf af tilefni söfnunar á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin er þátttaka í samanburðarhópi vegna erfðarannsókna á vegum fyrirtækisins. Í bréfinu er óskað tillagna ÍE um hvernig gætt verði að því að einstaklingar fái lágmarksumþóttunartíma þegar leitað er samþykkis þeirra til þátttöku í vísindaverkefnum.
Síða 2 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei