Starfsfólk og stjórn Persónuverndar

Skipurit Persónuverndar


Málefnasvið Persónuverndar


Starfsfólk Persónuverndar

  • Ásbjörn Unnar Valsteinsson, sérfræðingur í upplýsingaöryggi
  • Bjarni Freyr Rúnarsson, lögfræðingur og verkefnastjóri
  • Edda Þuríður Hauksdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri, persónuverndarfulltrúi Persónuverndar
  • Emma Adolfsdóttir, lögfræðingur (í leyfi)
  • Gyða Ragnheiður Bergsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri
  • Hallgrímur Viðar Arnarson, rekstrar- og fjármálastjóri
  • Harpa Halldórsdóttir, lögfræðingur
  • Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, staðgengill forstjóra
  • Helga Þórisdóttir, forstjóri 
  • Inga Amal Hasan, lögfræðingur
  • Ingunn Elísabet Markúsdóttir, lögfræðingur
  • Kristjana Knudsen, skjalastjóri
  • Ósk Óskarsdóttir, lögfræðingur
  • Rebekka Rán Samper, lögfræðingur og verkefnastjóri fræðslumála
  • Snorri Örn Clausen, lögfræðingur
  • Stefán Snær Stefánsson, lögfræðingur
  • Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri Eftirlitssviðs
  • Þórður Sveinsson, yfirlögfræðingur

Forstjóri Persónuverndar

Forstjóri Persónuverndar ber ábyrgð á og annast daglega stjórnun á starfsemi, fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar og ræður starfsmenn hennar. Ráðherra skipar forstjóra Persónuverndar til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar. Forstjóri skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir þekkingu og reynslu á málefnum tengdum persónuvernd.

Helga Þórisdóttir var skipuð forstjóri Persónuverndar frá 1. september 2015. Skipun hennar var síðar framlengd um fimm ár, þ.e. til og með 31. ágúst 2025. 

Áður en Helga tók við starfi forstjóra Persónuverndar starfaði hún hjá Lyfjastofnun sem yfirlögfræðingur og síðar settur forstjóri. Þá starfaði hún hjá menntamálaráðuneytinu, EFTA-skrifstofunni í Brussel, á nefndasviði Alþingis og hjá Ríkissaksóknara.

Helga er með cand.jur.-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið AMP-námskeiði frá IESE Business School í Barcelona og diplómanámi í frönsku frá Université Paul Valery. 

Stjórn Persónuverndar

Hlutverk stjórnar Persónuverndar er að móta áherslur í starfi í samráði við forstjóra og fylgjast með starfsemi og rekstri Persónuverndar. Þá tekur stjórn meiri háttar efnislegar eða stefnumótandi ákvarðanir í málum sem stofnunin hefur til meðferðar.

Dómsmálaráðherra skipar fimm menn í stjórn Persónuverndar og jafnmarga til vara til fimm ára í senn. Formann og varaformann stjórnarinnar skipar ráðherra án tilnefningar og skulu þeir vera lögfræðingar og fullnægja hæfisskilyrðum héraðsdómara. Ráðherra sem fer með málefni netöryggis og fjarskipta tilnefnir einn stjórnarmann og ráðherra sem fer með málefni heilbrigðisþjónustu tilnefnir einn stjórnarmann. Þá tilnefnir Skýrslutæknifélag Íslands einn stjórnarmann og skal hann vera sérfróður á sviði tölvu- og tæknimála. Stjórnarmenn og varamenn þeirra skulu hafa þekkingu á málefnum tengdum persónuvernd og menntun sem nýtist á því sviði. 

Stjórn Persónuverndar er þannig skipuð:


  • Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, formaður stjórnar. Skipaður án tilnefningar frá 10. júní 2020 (formaður frá 1. júlí 2021) til og með 9. júní 2025.
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur Nasdaq á Íslandi, varaformaður stjórnar. Skipuð án tilnefningar frá 20. febrúar 2023 til og með 19. febrúar 2028. 
  • Björn Geirsson, forstöðumaður hjá Fjarskiptastofu. Skipaður samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025. 
  • Vilhelmína Haraldsdóttir, læknir. Skipuð samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðherra frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025. 
  • Þorvarður Kári Ólafsson, fagstjóri skilríkjamála hjá Þjóðskrá Íslands. Skipaður samkvæmt tilnefningu Skýrslutæknifélags Íslands frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025. 

Varamenn í stjórn Persónuverndar:


  • Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. Skipuð án tilnefningar frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025.
  • Sindri M. Stephensen, dósent. Skipaður án tilnefningar frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025. 
  • Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður. Skipuð samkvæmt tilnefningu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá 20. desember 2023 til og með 19. desember 2028.
  • Sveinn Magnússon, læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðherra frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025.
  • Jónas Sturla Sverrisson, öryggisstjóri. Skipaður samkvæmt tilnefningu Skýrslutæknifélags Íslands frá 10. júní 2020 til og með 9. júní 2025. 


Var efnið hjálplegt? Nei