Sandkassinn

Fyrirsagnalisti

Sækja um þátttöku

Umsóknareyðublað fyrir þátttöku í sandkassaverkefnið má finna hér

„Sandkassi“ sem öruggt umhverfi fyrir þróun ábyrgrar gervigreindar

Persónuvernd, í samstarfi við Embætti landlæknis og Stafrænt Ísland, hyggst setja á fót svokallaðan sandkassa (e. regulatory sandbox) fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að þróa gervigreind í heilbrigðisþjónustu.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem stefnt er að ljúki í lok maí með útgáfu leiðbeininga og niðurstaðna um þær persónuverndaráskoranir sem viðkomandi fyrirtæki stóðu frammi fyrir og hvernig leyst var úr þeim, m.a. með leiðbeiningum frá Persónuvernd.

Verkefnið er sett á fót að norskri og breskri fyrirmynd, en þó smærra í sniðum, þar sem um er að ræða tilraunaverkefni.

Opnað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar næstkomandi en í byrjun febrúar verða allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag verkefnisins birtar á vef Persónuverndar.

Umgjörð um sandkassa fyrir gervigreind heilbrigðisþjónustu

Áður en Persónuvernd opnar fyrir umsóknir um þátttöku í sandkassanum viljum við upplýsa hugsanlega þátttakendur nánar um hvað felst í verkefninu.

Hér er farið yfir helstu markmið, lög og reglur, kröfur og aðrar viðeigandi upplýsingar fyrir væntanlega umsækjendur.

Opnað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar á vefsíðu Persónuverndar. Mun stofnunin bjóða upp á sérstakt umsóknareyðublað fyrir umsækjendur að fylla út. 

Kynningar

Kynningar frá málþingum Persónuverndar

Photo by William Iven on Unsplash

Erlendar leiðbeiningar

Hér má finna safn af leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út, m.a. af ensku og norsku persónuverndarstofnunum, sem eru frumkvöðlar í sandkassaverkefninu.



Var efnið hjálplegt? Nei