Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Nýtt starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. - 6.3.2017

Persónuvernd hefur gefið út nýtt starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Ýmsar breytingar hafa orðið á leyfisskilmálum og eru þær rökstuddar í fylgibréfi með starfsleyfinu.
Lesa meira

Uppfletting í vanskilaskrá vegna raðgreiðslusamninga - 23.2.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að uppfletting Borgunar á upplýsingum um kvartanda í vanskilaskrá við gerð tveggja raðgreiðslusamninga hafi verið í samræmi við persónuverndarlög.
Lesa meira

Heilsufarsviðtöl á Landspítala - 23.2.2017

Persónuvernd hefur veitt álit í tilefni af vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd heilsufarsviðtala við starfsmenn Landspítala. Í áliti Persónuverndar er meðal annars lýst þeirri afstöðu að fyrirhuguð vinnsla geti átt sér stoð í heimildarákvæðum persónuverndarlaga. Þá bendir Persónuvernd á mikilvægi þess að meðalhófs verði gætt við vinnsluna.

Lesa meira

Öflun fjárhagsupplýsinga við útgáfu kreditkorts - 23.2.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að öflun fjárhagsupplýsinga hjá Íslandsbanka, í tengslum við útgáfu kreditkorts, hafi verið í samræmi við persónuverndarlög.
Lesa meira

Álit um skrár landlæknis - 25.11.2016

Persónuvernd hefur veitt álit í máli af tilefni kröfu Embættis landlæknis um að sjálfstætt starfandi sérfræðingar sendi því upplýsingar um sjúklinga sína til skráningar í samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Í álitinu er meðal annars lýst þeirri afstöðu að tilefni kunni að vera til að fara yfir löggjöf um persónugreinanlegar skrár embættisins. Þá segir að í því sambandi megi skoða hvort ástæða sé til að lögfesta sérstakan andmælarétt í tengslum við skrárnar, sem og hversu víðtækur hann skuli þá vera, þ. á m. til hvaða upplýsinga og skráa hann taki.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Lausar stöður lögfræðinga hjá Persónuvernd! - 21.3.2017

Persónuvernd stendur á miklum tímamótum þar sem nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar snerta alla borgara, stofnanir og fyrirtæki landsins. Vegna þessa eru nú auglýstar til umsóknar tvær stöður lögfræðinga hjá Persónuvernd.


Lesa meira

Morgunverðarfundur um nýja persónuverndarlöggjöf 3. mars 2017 - 14.3.2017

Þann 3. mars 2017 héldu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samvinnu við innanríkisráðuneyti og Persónuvernd, morgunverðarfund um nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundinn mættu um 150 manns og var hann því vel sóttur. Fundarstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, en frummælendur voru Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar,  Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Persónuverndar og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS