Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við greinargerð vinnustaðasálfræðings – mál nr. 2017/81 - 17.4.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla persónuupplýsinga í tengslum greinargerð vinnustaðasálfræðings eftir að greinargerðin var afhent til tiltekinnar ríkisstofnunar hafi ekki samrýmst ákvæðum laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Söfnun og miðlun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum - 13.4.2018

Á síðasta fundi 29. gr.-vinnuhópsins*, sem fram fór 10.-11. apríl sl., var lýst yfir fullum stuðningi við yfirstandandi rannsóknir persónuverndarstofnana á vinnslu og miðlun persónuupplýsinga á vegum samfélagsmiðla. Einnig tilkynnti formaður hópsins, Andrea Jelinek, að stofnaður yrði starfshópur í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þeirra vegum, þ. á m. miðlun upplýsinga til utanaðkomandi aðila (e. Social Media Working Group), en hlutverk hópsins yrði að vinna að langtímastefnumótun í tengslum við persónuvernd og samfélagsmiðla.

Lesa meira

Álit Persónuverndar um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni lögaðila – mál nr. 2017/956 - 9.4.2018

Persónuvernd hefur gefið út álit um að vinnsla fjárhagsupplýsinga um Eykt hf. hjá Creditinfo Lánstrausti hf. hafi samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, og starfsleyfi Persónuverndar til handa félaginu. 

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um samþykki vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar - 6.4.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um samþykki vegna nýrrar persónuverndarreglugerðar. Persónuvernd hefur áður birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot auk leiðbeininga fyrir vinnsluaðila sem nálgast má á vef stofnunarinnar.

Lesa meira

Álit um myndbirtingu úr eftirlitsheimsókn - mál nr. 2016/1860 - 23.3.2018

Persónuvernd hefur veitt álit um birtingu AFLs Starfsgreinafélags á vefsíðu sinni á ljósmyndum, teknum af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hjá Móður Jörð ehf. í eftirlitsheimsókn hjá fyrirtækinu. Telur stofnunin ekki verða séð að birtingin hafi verið heimil samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og samrýmst kröfu þeirra um sanngirni við vinnslu slíkra upplýsinga.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd - 16.2.2018

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.


Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar - 11.1.2018

Persónuvernd vekur athygli á málþinginu "Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar." sem haldið verður þann 12. janúar kl 14:00-16:00.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Leiðbeiningar til ábyrgðaraðila

Persónuvernd leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar eða þróa kerfi fyrir slíka vinnslu. Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica