Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Persónuvernd lokar mánudaginn 25. júní nk. vegna flutninga - 21.6.2018

Mánudaginn 25. júní næstkomandi verður skrifstofa Persónuverndar lokuð vegna flutninga. Vegna flutninga á sím- og tölvukerfi verður ekki mögulegt að ná sambandi símleiðis við stofnunina frá hádegi til loka dags mánudaginn 25. júní.

Lesa meira

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga hjá Landsbankanum hf. og Kópavogsbæ – mál nr. 2016/1770 - 21.6.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla persónuupplýsinga hjá Landsbankanum hf. og Kópavogsbæ um kvartanda hafi samrýmst lögum nr. 77/2000, auk þess sem ekki hafi komið fram að farið hafi verið gegn grunnkröfum 7. gr. laganna, en kvartað var yfir því að farið hefði verið inn á reikning kvartanda og tiltekin fjárhæð tekin þar út. Í gögnum málsins var staðfest að samþykki kvartanda fyrir þeim millifærslum sem um var að ræða lá fyrir, en þetta voru greiðslur í tengslum við útborgun og endurgreiðslu lána sem velferðarsvið Kópavogsbæjar veitti kvartanda.

Lesa meira

Úrskurður um meðferð tölvupósthólfs við starfslok – mál nr. 2017/1467 - 19.6.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að meðferð Vaka fiskeldiskerfa ehf. á tölvupósthólfi starfsmanns við starfslok hafi hvorki samrýmst 9. gr. reglna nr. 837/2006 né lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar. Starfsmanninum var ekki gefinn kostur á að eyða eða afrita einkatölvupóst, ekki leiðbeint um sjálfvirka svörun, tölvupósthólfinu var lokað 90 dögum eftir starfslok og var fjármálastjóra félagsins veittur aðgangur að tölvupósthólfinu í þann tíma, þar með talið að nýjum tölvupóstum sem í pósthólfið bárust, án þess að um það hafi sérstaklega verið samið. Persónuvernd beindi þeim tilmælum til Vaka fiskeldiskerfa ehf. að félagið setti verklagsreglur um meðferð tölvupósts starfsmanna og fræðslu til starfsmanna um rafræna vöktun.

Lesa meira

Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga samþykkt á Alþingi - 14.6.2018

Frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samþykkt á Alþingi í gær, en lögin taka gildi þann 15. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Ítarlegar athugasemdir gerðar við vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor - 7.6.2018

Gerðar eru ítarlegar athugasemdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunnskólanna vegna eftirfylgni með áliti Persónuverndar frá september 2015, um vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor. Verði ekki orðið við athugasemdum Persónuverndar verður tekið til skoðunar að stöðva alla frekari skráningu persónuupplýsinga í vefkerfið Mentor hjá skólunum.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Persónuvernd er stofnun ársins árið 2018. - 25.5.2018

Persónuvernd er stofnun ársins í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn annað árið í röð, en könnun á ríkisstofnun ársins var nú gerð í þrettánda sinn.

Lesa meira

Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd - 16.2.2018

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.


Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Skilgreining og afmörkun þess hvar persónuvernd er hætta búin

Persónuvernd skilgreinir og afmarkar hvar persónuvernd er hætta búin og veitir ráð um leiðir til lausnar. Lesa meira
 

Öryggisúttektir

Persónuvernd gerir úttektir á öryggi vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira
 

Útgáfa ársskýrslu

Persónuvernd birtir árlega skýrslu um starfsemi sína. Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica