Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Ný vefsíða Persónuverndar í undirbúningi - 1.8.2018

Vinna við nýja vefsíðu Persónuverndar stendur nú yfir en stefnt er að því að hún verði tilbúin í ágúst. Í millitíðinni er athygli vakin á því að það efni, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar nú, hefur almennt ekki verið uppfært með hliðsjón af nýrri persónuverndarlöggjöf sem tók gildi 15. júlí síðastliðinn.

Lesa meira

Eyðublað fyrir tilkynningu um öryggisbrest - 14.7.2018

Persónuvernd hefur nú sett á vefsíðuna eyðublað fyrir tilkynningu um öryggisbrest. Eyðublaðið má finna undir flipanum "Umsóknir og eyðublöð". 

Lesa meira

Gildistaka nýrra persónuverndarlaga - 14.7.2018

Persónuvernd vekur athygli á því að sunnudaginn 15. júlí 2018 taka gildi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með löggjöfinni öðlast einnig lagagildi á Íslandi reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).

Lesa meira

Úrskurður um notkun upplýsinga sem fyrirhugað var að færa á vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfi – mál nr. 2017/537 - 11.7.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að Creditinfo Lánstrausti hf. hafi verið heimilt að nýta upplýsingar um færslu á vanskilaskrá fyrirtækisins, auk upplýsinga úr skattskrá, við gerð skýrslna um lánshæfi. Vinnsla fyrirtækisins í sama skyni á upplýsingum, sem ráðgert var að færa á framangreinda vanskilaskrá en fóru ekki á skrána þar sem hún hafði greitt viðkomandi kröfu, var óheimil. 

Lesa meira

Úrskurður Persónuverndar um birtingu heimilisfangs á brotavettvangi – mál nr. 2017/1799 - 5.7.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að birting heimilisfangs ásamt húsnúmeri á brotavettvangi, í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, á vefsíðu dómstólsins, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Birtingin gangi gegn verndun þeirra hagsmuna sem ætlunin sé að vernda með reglum um nafnleynd og samrýmist vinnslan því ekki því meðalhófsreglu 3. tölul. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Þjónustuborð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf - 28.6.2018

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er eitt af verkefnum Persónuverndar að sinna leiðbeiningu til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Til að uppfylla þá skyldu hefur Persónuvernd sett á fót þjónustuborð fyrir fyrirtæki í tengslum við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, sem tekur gildi þann 15. júlí 2018. Þjónustuborðið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem óska leiðbeininga í tengslum við innleiðingu nýju löggjafarinnar. Persónuvernd mun leitast við að svara öllum þeim erindum sem berast þjónustuborðinu innan þriggja til fimm virkra daga. 

Þeim fyrirtækjum sem vilja fá aðstoð þjónustuborðsins er bent á að senda Persónuvernd erindi með tölvupósti á netfangið innleiding(hjá)personuvernd.is.

Lesa meira

Persónuvernd er stofnun ársins árið 2018. - 25.5.2018

Persónuvernd er stofnun ársins í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn annað árið í röð, en könnun á ríkisstofnun ársins var nú gerð í þrettánda sinn.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Skilgreining og afmörkun þess hvar persónuvernd er hætta búin

Persónuvernd skilgreinir og afmarkar hvar persónuvernd er hætta búin og veitir ráð um leiðir til lausnar. Lesa meira
 

Útgáfa ársskýrslu

Persónuvernd birtir árlega skýrslu um starfsemi sína. Lesa meira
 

Öryggisúttektir

Persónuvernd gerir úttektir á öryggi vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica