Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Persónuvernd er Stofnun ársins 2017 - 12.5.2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík NPersónuvernd er stofnun ársins 2017ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5. 
Lesa meira

Umsögn Persónuverndar um fjármálaáætlun 2018-2022 - 2.5.2017

Persónuvernd hefur að beiðni fjárlaganefndar Alþingis veitt umsögn um fjármálaáætlun 2018-2022. Í umsögninni koma fram alvarlegar áhyggjur af stöðu persónuverndarmála á Íslandi. Í umsögninni er m.a. bent á að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf muni koma til framkvæmda í maí 2018. Slíkt kalli á vandaðan undirbúning en sé miðað við óbreytt ástand hafi stofnunin ekki nægar fjárheimildir eða mannafla til að takast á við þau verkefni sem hin nýja löggjöf gerir ráð fyrir.
Lesa meira

Gerð lánshæfismats og skráning á vanskilaskrá - 5.4.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla Creditinfo Lánstrausts hf. á persónuupplýsingum um kvartanda í tengslum við gerð lánshæfismats og skráningu hans á vanskilaskrá hafi verið í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa meira

Miðlun persónuupplýsinga til sálfræðistofu - 5.4.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun persónuupplýsinga um kvartanda frá Reykjavíkurborg til Líf og sál sálfræðistofu ehf. og eftirfarandi vinnsla sálfræðistofunnar hafi verið í samræmi við lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fræðsla Reykjavíkurborgar til kvartanda samrýmdist hins vegar ekki ákvæðum laga nr. 77/2000.
Lesa meira

Persónuvernd úrskurðar um réttinn til að gleymast - 5.4.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem fjallað var um rétt einstaklinga til að fá eytt upplýsingum um þá sjálfa sem birtar voru á vefnum Tímarit.is og í niðurstöðum leitarvélarinnar Google.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Persónuvernd í Frakklandi sektar Facebook - 22.5.2017

Persónuvernd í Frakklandi hefur lagt sekt á Facebook vegna brota á lögum um persónuvernd. Ákvörðunin kemur í kjölfar frumkvæðisúttektar sem stofnunin réðst í eftir breytingar Facebook á persónuverndarskilmálum sínum árið 2015.
Lesa meira

Drög að íslenskri þýðingu Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins - 21.4.2017

Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur veitt Persónuvernd leyfi til að birta drög þýðingar að nýrri persónuverndarreglugerð ESB. Vinsamlegast athugið að hér er um drög að ræða en endanleg útgáfa mun verða birt í EES-viðbæti þegar reglugerðin hefur verið tekin formlega upp í EES-samninginn.
Drög að íslenskri þýðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016.
Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS