Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Facebook dæmt brotlegt við persónuverndarlög í Belgíu - 19.2.2018

Dómstóll í Belgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Facebook á persónuupplýsingum hafi verið óheimil skv. þarlendum lögum um persónuvernd. Dagsektir nema rúmlega 31 milljón króna ef ekki er orðið við fyrirmælum dómstólsins.

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila - 16.2.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa, öryggisbrot og fyrir vinnsluaðila. Á næstu vikum áætlar stofnunin að birta leiðbeiningar um fleiri málefni sem tengjast nýrri löggjöf.

Lesa meira

Úrskurður um miðlun persónuupplýsinga hjá Nova hf. - mál nr. 2017/935 - 14.2.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun Nova hf. á persónuupplýsingum um kvartanda samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000, auk þess sem Nova hf. hafi ekki gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar kæmust í hendur óviðkomandi aðila og þannig brotið gegn 11. gr. laga nr. 77/2000.

Lesa meira

Úrskurður um skráningu vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur – mál nr. 2016/1433 - 5.2.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að skráning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á upplýsingum í tengslum við umsókn um húsaleigubætur hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 að frátöldum upplýsingum um að kvartandi hafi farið í áfengismeðferð. Notkun þeirra upplýsinga er bönnuð og mælt fyrir um sérstakar aðgangstakmarkanir á þeim. Þá er kvartanda veitt færi á að yfirfara upplýsingarnar og gera við þær athugasemdir.

Lesa meira

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn - 28. janúar - 27.1.2018

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 28. janúar næstkomandi. Af því tilefni mun Persónuvernd taka þátt í og koma að ýmsum viðburðum.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd - 16.2.2018

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.


Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar - 11.1.2018

Persónuvernd vekur athygli á málþinginu "Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar." sem haldið verður þann 12. janúar kl 14:00-16:00.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Útgáfa ársskýrslu

Persónuvernd birtir árlega skýrslu um starfsemi sína. Lesa meira
 

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Leyfisveitingar og móttaka tilkynninga

Persónuvernd afgreiðir leyfisumsóknir, tekur við tilkynningum og mælir, eftir því sem þurfa þykir, fyrir um ráðstafanir að því er varðar tækni, öryggi og skipulag vinnslunnar þannig að hún verði í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica