Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi - frá leikskóla til háskóla - 19.9.2017

Persónuvernd boðar til málþings í samstarfi við Háskóla Íslands í Háskólabíói 9. nóvember 2017 kl. 15:00. Á málþinginu verður ítarlega fjallað um nýja Evrópulöggjöf um persónuvernd og áhrif hennar á skólasamfélagið auk þess sem farið verður yfir þær reglur sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga í skólastarfi og í vísinda- og rannsóknarstarfi. 

Lesa meira

Tilkynning um tafir á afgreiðslu erinda hjá Persónuvernd - 7.9.2017

Áframhaldandi stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna verkefna hjá Persónuvernd, en það sem af er ári hafa 1226 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Mörg þessara erinda eru brýn og þarfnast skjótra svara. Mörg málanna varða einnig beiðnir um kynningar eða ráðgjöf á nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf. Í dag bíða um 400 erindi afgreiðslu hjá stofnuninni. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Rafræn vöktun í fjöleignarhúsi - mál nr. 2016/1317 - 21.8.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun á vegum húsfélags í fjöleignarhúsi, í kjölfar fjölgunar eftirlitsmyndavéla í sameign hússins á árinu 2016, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 
Lesa meira

Yfir og allt um kring - 14.7.2017

Verkefni Persónuverndar hafa sjaldan verið jafn krefjandi, mikilvæg og mikil að umfangi, enda stendur samfélagið á barmi fjórðu iðnbyltingarinnar, þar sem tækniframfarir hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. 
Lesa meira

Birting persónuupplýsinga á vefsíðu héraðsdómstólanna - mál nr. 2016/1783 - 16.6.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur á persónuupplýsingum við birtingu tveggja dóma hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Forstjóri Persónuverndar í viðtali á ÍNN - 16.6.2017

Þann 14. júní sl. var Helga Þórisdóttir gestur Björns Bjarnasonar á sjónvarpsstöðinni ÍNN en í viðtalinu var meðal annars rætt um hlutverk og verkefni Persónuverndar auk þeirra breytinga sem verða á starfsemi Persónuverndar á næstunni.
Lesa meira

Persónuvernd á Írlandi leitar að sérfræðingum á EES svæðinu til starfa - 9.6.2017

Írska systurstofnun Persónuverndar hefur auglýst eftir sérfræðingum til starfa við stofnunina, en ríkisborgurum EES-ríkja er heimilt að sækja um stöðurnar.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Almenn þróun á sviði persónuupplýsingaverndar

Persónuvernd fylgist með almennri þróun á sviði persónuupplýsingaverndar á innlendum og erlendum vettvangi. Lesa meira
 

Leyfisveitingar og móttaka tilkynninga

Persónuvernd afgreiðir leyfisumsóknir, tekur við tilkynningum og mælir, eftir því sem þurfa þykir, fyrir um ráðstafanir að því er varðar tækni, öryggi og skipulag vinnslunnar þannig að hún verði í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica