Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga hjá Hagstofu Íslands - mál nr. 2017/702 - 18.1.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að það verklag Hagstofu Íslands, að hringja í einstaklinga sem veljast í úrtak rannsókna þar til afstaða þeirra liggur fyrir, án takmarkana, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Lesa meira

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga í kosningakerfi Pírata - mál nr. 2016/1354 - 17.1.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla persónuupplýsinga í kosningakerfi Pírata hafi samrýmst lögum nr. 77/2000 að því undanskildu að fræðsla um vinnsluna fullnægði ekki kröfum 20. gr. laganna.

Lesa meira

Úrskurður um miðlun heilsufarsupplýsinga til Árbæjarskóla - mál nr. 2017/741 - 16.1.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun skólahjúkrunarfræðings á persónuupplýsingum um son kvartanda til skólastjóra Árbæjarskóla annars vegar og öflun skólastjórans á upplýsingunum hins vegar hafi samrýmst lögum nr. 77/2000. 

Lesa meira

Úrskurður um skráningu upplýsinga um forsjárlaust foreldri í Mentor - mál nr. 2017/673 - 16.1.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að skráning Skóla Ísaks Jónssonar á upplýsingum um föður barns kvartanda í Mentor-kerfi skólans samrýmdist lögum nr. 77/2000. 

Lesa meira

Upptaka af málþingi Persónuvernd og Landspítala - 15.1.2018

Þann 12. janúar 2018 boðuðu Persónuvernd og Landspítali til málþings þar sem fjallað var um nýjar reglur um persónuvernd og áhrif þeirra á íslenskan heilbrigðisgeira.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar - 11.1.2018

Persónuvernd vekur athygli á málþinginu "Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar." sem haldið verður þann 12. janúar kl 14:00-16:00.

Lesa meira

Skólastarf og persónuupplýsingar - 28.9.2017

Forstjóri Persónuverndar skrifar um vinnslu persónuupplýsinga og notkun tæknilausna í skólastarfi, en skólastjórnendur þurfa að ganga úr skugga um að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt í hvívetna.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Skilgreining og afmörkun þess hvar persónuvernd er hætta búin

Persónuvernd skilgreinir og afmarkar hvar persónuvernd er hætta búin og veitir ráð um leiðir til lausnar. Lesa meira
 

Umsagnir

Persónuvernd tjáir sig, samkvæmt beiðni eða að eigin frumkvæði, um álitaefni varðandi meðferð persónuupplýsinga og veitir umsagnir við setningu laga og annarra reglna sem þýðingu hafa fyrir persónuvernd.

Lesa meira
 

Frumkvæðismál

Persónuvernd getur fjallað um mál að eigin frumkvæði.
Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica