Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga samþykkt á Alþingi - 14.6.2018

Frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samþykkt á Alþingi í gær, en lögin taka gildi þann 15. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Ítarlegar athugasemdir gerðar við vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor - 7.6.2018

Gerðar eru ítarlegar athugasemdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunnskólanna vegna eftirfylgni með áliti Persónuverndar frá september 2015, um vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor. Verði ekki orðið við athugasemdum Persónuverndar verður tekið til skoðunar að stöðva alla frekari skráningu persónuupplýsinga í vefkerfið Mentor hjá skólunum.

Lesa meira

Ákvörðun um öryggisbrot við meðferð persónuupplýsinga hjá Borgarhólsskóla - mál nr. 2017/1566 - 30.5.2018

Persónuvernd hefur ákvarðað að birting trúnaðargagna um nemendur skólans, sem átti sér stað við öryggisbrot við flutning gagna yfir í skýþjónustu, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá gerir Persónuvernd alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið útbúin öryggiskerfi um þær persónuuppplýsingar sem unnar eru á vegum skólans, líkt og lög geri ráð fyrir. Jafnframt eru gerðar alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Advania, sem vinnsluaðila skólans, í málinu. Lagt er fyrir Borgarhólsskóla að útbúa öryggisstefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir í samræmi við kröfur laga nr. 77/2000 og reglna nr. 299/2001. Þá er lagt fyrir skólann að sannreyna með viðeigandi hætti að Advania geti framkvæmt fullnægjandi öryggisráðstafanir, auk þess sem skólinn skal gera viðeigandi úrbætur á vinnslusamningi sínum við Advania.

Lesa meira

Úrskurður Persónuverndar um rafrænt aðgengi að kjörskrám á skra.is – mál nr. 2017/1523 - 30.5.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að rafrænt aðgengi að kjörskrám á vefsvæði Þjóðskrár Íslands, skra.is, á þeim tíma frá því að kjörskrárstofnar hafa verið afhentir sveitarstjórnum fyrir kosningar og þar til kosningum lýkur, samrýmist lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa meira

Álit Persónuverndar um gerð ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skólastarfi – mál nr. 2018/524 - 29.5.2018

Persónuvernd hefur gefið út álit um að mennta- og menningarmálaráðuneytinu sé heimilt að vinna með almennar persónuupplýsingar við gerð ytra mats á skólastarfi en að ráðuneytið hafi ekki sérstaka lagaheimild til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga við gerð slíks mats. Í áliti sínu áréttar Persónuvernd að til þess að tryggja áreiðanleika persónuupplýsinga um skráða einstaklinga skuli gæta sérstakrar varúðar við skráningu matskenndra upplýsinga, svo sem upplýsinga um afstöðu annarra einstaklinga á hinum skráða. Þá beri ráðuneytinu að gæta að því, við ákvörðun um hvaða persónuupplýsingar sé heimilt að birta í skýrslum um ytra mat, að birting þeirra sé málefnaleg og ekki umfram það sem nauðsynlegt sé, með hliðsjón af tilgangi matsins og opinberrar birtingar skýrslnanna.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Persónuvernd er stofnun ársins árið 2018. - 25.5.2018

Persónuvernd er stofnun ársins í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn annað árið í röð, en könnun á ríkisstofnun ársins var nú gerð í þrettánda sinn.

Lesa meira

Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd - 16.2.2018

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.


Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Lesa meira
 

Öryggisúttektir

Persónuvernd gerir úttektir á öryggi vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira
 

Útgáfa ársskýrslu

Persónuvernd birtir árlega skýrslu um starfsemi sína. Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica