Heilsufarsupplýsingar

Við vinnslu heilsufarsupplýsinga ber að gæta fyllsta öryggis.

Fjárhagsupplýsingar

Þú átt rétt á að vita hver hefur flett þér upp í vanskilaskrá.

Atvinnulífið

Er fylgst með tölvupóst- og internetnotkun á þínum vinnustað?

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun er t.d. myndavélaeftirlit, símvöktun, netvöktun og notkun staðsetningarbúnaðar og ökurita.

Efst á baugi

Aukin samvinna Persónuverndar og systurstofnanna á Norðurlöndunum - 22.5.2018

Á fundi Persónuverndar með norrænum systurstofnunum sínum, sem haldinn var í Kaupmannahöfn dagana 7. og 8. maí 2018, var ákveðið að auka enn frekar samvinnu stofnananna, m.a. með samvinnu við gerð fræðsluefnis. Auk þess var m.a. ákveðið að stofnanirnar myndu að eigin frumkvæði gæta þess að opinberir aðilar tilnefni persónuverndarfulltrúa, eins og þeim ber skylda til að gera samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem fyrirhugað er að innleiða í íslenska löggjöf innan skamms.

Lesa meira

Úrskurður um vinnslu persónuupplýsinga hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - mál nr. 2017/1729 - 22.5.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað um að vinnsla persónuupplýsinga hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafi samrýmst lögum nr. 77/2000.

Lesa meira

Úrskurður um ábendingarhnapp á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins - mál nr. 2017/1003 - 16.5.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla persónuupplýsinga hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem fer fram fyrir tilstilli ábendingahnapps á vefsíðu stofnunarinnar, samrýmist lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Lesa meira

Úrskurður um meðferð tölvupósthólfs fyrrum starfsmanns - mál nr. 2016/1605 - 3.5.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að meðferð Sólheima ses. á tölvupósthólfi kvartanda, sem gegndi prestþjónustu á staðnum, hafi ekki samrýmst 11. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, reglum nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun, og reglum nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. 

Lesa meira

Leiðbeiningar Persónuverndar um skrá yfir vinnslustarfsemi - 27.4.2018

Persónuvernd hefur nú birt leiðbeiningar um skrá yfir vinnslutarfsemi, en samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf skal sérhver ábyrgðaraðili og vinnsluaðili, eftir atvikum fulltrúi þeirra, halda skrá yfir vinnslustarfsemi sína.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Ýmislegt

Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd - 16.2.2018

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála og ítrekana á kvörtunum og fyrirspurnum sem Persónuvernd hafa borist undanfarið vill stofnunin benda á að verkefnastaða hjá Persónuvernd hefur verið erfið um langt skeið, enda hefur stofnunin glímt við alvarlega undirmönnun í mörg ár. Á sama tíma hafa verkefni stofnunarinnar þrefaldast.


Á meðan Persónuvernd er undirmönnuð eru tafir á málsmeðferð og svörum til málsaðila óhjákvæmilegar. Reynt verður sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra, en fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði áfram á afgreiðslu flestra mála.

Lesa meira

Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar - 11.1.2018

Persónuvernd vekur athygli á málþinginu "Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar." sem haldið verður þann 12. janúar kl 14:00-16:00.

Lesa meira

Meira


Hlutverk Persónuverndar

Úrskurðarvald í ágreiningsmálum

Persónuvernd úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga. Lesa meira
 

Almenn þróun á sviði persónuupplýsingaverndar

Persónuvernd fylgist með almennri þróun á sviði persónuupplýsingaverndar á innlendum og erlendum vettvangi. Lesa meira
 

Útgáfa ársskýrslu

Persónuvernd birtir árlega skýrslu um starfsemi sína. Lesa meira
 

Meira


Lög og reglur

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 2001. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, Persónuvernd, tók til starfa við gildistöku laganna og hefur eftirlit með framkvæmd þeirra.
Lesa meira

Tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 95/46/EB

Þessi tilskipun var innleidd með lögum nr. 77/2000 - en þann 25. júní 1999 hafði tekið gildi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar (ákvörðun nr. 83/ 99) um að fella tilskipunina inn í EES-samninginn. Tilskipunin er dags. 24. október 1995 og fjallar um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga

Lesa meira

Fleiri lög og reglur

RSS
Þetta vefsvæði byggir á Eplica