Leyfisveitingar

Fyrirsagnalisti

Svar við ósk um breytingar á nýju starfsleyfi og frestun á gildistöku þess

Persónuvernd afgreiddi ósk frá Creditinfo Lánstrausti hf. um breytingu á nýju starfsleyfi til söfnunar og miðlunar upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, svo og frestun á gildistöku leyfisins. Orðalagi eins ákvæðis var breytt en ekki efni þess. Þá var orðalag annars ákvæðis endurskoðað til að koma í veg fyrir óhóflegan fjölda póstsendinga. Að öðru leyti var leyfinu ekki breytt en fallist var á að þrjú ákvæði kölluðu á það mikla vinnu til aðlögunar að nokkur frestur í því skyni ætti rétt á sér. Var hann veittur til 1. júlí 2021. 

Svarbréf Persónuverndar við erindi Creditinfo Lánstrausts hf. fylgir hér að neðan. 

Breyting á þegar veittu leyfi Persónuverndar vegna hringbólusetningar

Hinn 18. maí sl. samþykkti Persónuvernd beiðni um breytingu á þegar veittu leyfi til embættis landlæknis til vinnslu persónuupplýsinga vegna svonefndrar hringbólusetningar til að verjast COVID-19, þ.e. bólusetningar á þeim sem umgangast viðkvæma einstaklinga sem ekki geta sjálfir fengið bólusetningu eða talið er að svari henni síður en aðrir. Byggðist leyfið á þeirri forsendu að vinnsla upplýsinga, sem afla átti hjá Þjóðskrá Íslands í umræddu skyni, færi fram með tilteknum hætti, en síðar kom í ljós að tilteknar vefþjónustur hjá Þjóðskrá, sem nota átti við vinnsluna, voru ekki að fullu tilbúnar. Var því umrædd beiðni send Persónuvernd sem í kjölfarið féllst á hana eins og fyrr segir.


Staðlaðir skilmálar í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa

Ath. Tekið skal fram að 2. mgr. ákvæðis 5.3 og 2. mgr. liðar 5.1.4 í skilmálunum birtast eins og þeim var breytt 10. júní 2021. Jafnframt var nýjum 9. tölul. bætt við lið 2.2.1 í skilmálunum hinn 1. mars 2023, auk þess sem númer næsta töluliðar á eftir breyttist til samræmis.

Síða 1 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei