Leyfisveitingar

Fyrirsagnalisti

20.6.2019 : Leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna lyfjaeftirlits

Hinn 20. júní 2019 veitti Persónuvernd Lyfjaeftirliti Íslands hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands leyfi til vinnslu persónuupplýsinga um lyfjamisnotkun í íþróttum. Með leyfinu eru sett skilyrði fyrir því að sett sé upp uppljóstrunarkerfi fyrir slíka misnotkun á vefsíðu sambandsins, en skilyrðin lúta meðal annars að auðkenningu þeirra sem senda ábendingar, rétti þeirra til nafnleyndar, undantekningum frá þeim rétti og öryggi persónuupplýsinga.

23.8.2018 : Leyfi til bráðabirgða vegna vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismats

Mál nr. 2018/1229

Creditinfo Lánstraust hf. hefur verið veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismat, en leyfið gildir til 2. jan. 2019.

26.2.2018 : Starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. vegna vinnslu upplýsinga um einstaklinga

Mál nr. 2017/1541

Persónuvernd hefur gefið út nýtt starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Leyfið gildir til 1. des. 2018.

19.6.2017 : Nýtt starfsleyfi Creditinfo til vinnslu upplýsinga um lögaðila

Mál nr. 2016/1822

Persónuvernd hefur gefið út starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila í því skyni að miðla þeim til annarra. Leyfið gildir til 31. desember 2018.

6.3.2017 : Nýtt starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf.

Persónuvernd hefur gefið út nýtt starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Ýmsar breytingar hafa orðið á leyfisskilmálum og eru þær rökstuddar í fylgibréfi með starfsleyfinu.
Síða 2 af 18


Var efnið hjálplegt? Nei