Leyfi til bráðabirgða vegna vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismats
Creditinfo Lánstraust hf. hefur verið veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gerðar lánshæfismat, en leyfið gildir til 2. jan. 2019.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tilkynnist hér með að Creditinfo Lánstrausti hf. telst heimil vinnsla upplýsinga um einstaklinga og lögaðila sem fram fer í þágu gerðar skýrslna um lánshæfismat samkvæmt beiðni þeirra, þ. á m. til að fara að 10. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, sbr. einnig i-lið 5. gr. sömu laga. Gert er að skilyrði að við umrædda vinnslu sé farið að þeim grunnreglum sem fram koma í reglugerð nr. 246/2001 um vinnslu persónuupplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sbr. nú 2. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2018, sem og gildandi leyfum persónuverndar á grundvelli 2. gr. reglugerðarinnar, eftir því sem við á. Vísast einkum til 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 1. gr., 2. gr., 1. mgr. 3. gr., 3. og 4. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 5. gr. og 6.–8. gr. reglugerðarinnar, svo og efnislega sambærilegra leyfisákvæða. Þá vísast sérstaklega til 2. mgr. greinar 2.7 í gildandi leyfi til vinnslu persónuupplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, dags. 29. desember 2017 (mál nr. 2017/1541). Við vinnslu upplýsinga um einstaklinga í umræddu skyni skal að auki fara að ákvæðum reglugerðar (ESB) 2016/679 og laga nr. 90/2018, þ. á m. 22. gr. þeirra laga um réttindi tengd einstaklingsmiðuðum ákvörðunum sem byggjast á sjálfvirkri gagnavinnslu.
Leyfi samkvæmt bréfi þessu gildir til 2. janúar 2019.
Athugasemd
Gildistími leyfisins hefur verið framlengdur, nú síðast til 10. maí 2021.