Fréttir

Framkvæmdastjórn ESB setur á fót sérstaka skrifstofu gervigreindar

10.6.2024

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt um stofnun nýrrar skrifstofu gervigreindar, sem mun gegna lykilhlutverki í innleiðingu og framfylgd gervigreindarlaganna (e. AI Act). Gervigreindarskrifstofunni verður stýrt af núverandi forstöðumanni gervigreindar og stafræns iðnaðar, Lucy Siolli, og samanstendur af eftirfarandi fimm einingum: i) Gervigreind og vélfærafræði (e. robotics), ii) Regluverk gervigreindar og eftirfylgni, iii) Gervigreindaröryggi, iv) Nýsköpun í gervigreind og samræming stefnu, og v) Gervigreind og samfélag. Skrifstofa gervigreindar mun á endanum ráða meira en 140 starfsmenn, þar á meðal tæknisérfræðinga, sérfræðinga á sviði stjórnsýslu, lögfræðinga, stefnumótunarsérfræðinga og hagfræðinga.



Var efnið hjálplegt? Nei