Upplýsingar um einstaklinga sem taldir eru tengjast hryðjuverkum

Persónuvernd hefur, að beiðni innanríkisráðherra, veitt álit á að Ísland og Bandaríkin skiptist á persónuupplýsingum um einstaklinga sem taldir séu geta tengst hryðjuverkum. Í álitinu er bent á að fyrst yrði að tryggja að heimild stæði til þess að skrá slíkar persónuupplýsingar og til annarrar vinnslu á þeim. Að því er varði flutning þeirra til Bandríkjanna yrði einnig að uppfylla sérstök skilyrði. Tryggja yrði öryggi þeirra hjá viðtakanda og virða tilgreindar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hefur þegar gengist undir. Flutningur upplýsinganna gæti stuðst við lagaheimild.

Persónuvernd hefur, að beiðni innanríkisráðuneytis, veitt álit um að Ísland og Bandaríkin skiptist á persónuupplýsingum um einstaklinga sem taldir séu geta tengst hryðjuverkum. Í álitinu er í fyrsta lagi bent á að hér yrði fyrst að tryggja að heimild stæði til þess að skrá slíkar persónuupplýsingar og til annarrar vinnslu á þeim. Að því er varði flutning þeirra til Bandríkjanna yrði einnig að uppfylla sérstök skilyrði. Tryggja yrði öryggi þeirra hjá viðtakanda og virða tilgreindar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Íslands hefur þegar gengist undir. Flutningur upplýsinganna gæti stuðst við lagaheimild.

Álit Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei