Ýmis bréf: 2012

Fyrirsagnalisti

Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga og flutning þeirra til Bandaríkjanna í tengslum við vegabréfafrelsi

Persónuvernd hefur, að beiðni innanríkisráðherra, veitt álit á að Ísland og Bandaríkin skiptist á persónuupplýsingum um einstaklinga sem taldir séu geta tengst hryðjuverkum. Í álitinu er bent á að fyrst yrði að tryggja að heimild stæði til þess að skrá slíkar persónuupplýsingar og til annarrar vinnslu á þeim. Að því er varði flutning þeirra til Bandríkjanna yrði einnig að uppfylla sérstök skilyrði. Tryggja yrði öryggi þeirra hjá viðtakanda og virða tilgreindar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hefur þegar gengist undir. Flutningur upplýsinganna gæti stuðst við lagaheimild.

Skráning kennitalna einstaklinga vegna gjaldeyrisviðskipta

Seðlabankinn óskaði þess að Persónuvernd endurskoðaði afstöðu sína varðandi skráningu kennitalna einstaklinga við gjaldeyrisviðskipti undir 1000 evrum. Persónuverndi veitti almennt svar. Þar er bent á að ríkur vafi leiki á um hvort lagaheimild standi til  þeirrar víðtæku kennitöluskráningar sem Seðlabankinn telur þurfa að fara fram í viðskiptabönkunum, þ.e. í þágu eftirlits með gjaldeyrishöftum.

Síða 4 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei