Heimild lýtalækna til miðla upplýsingum um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar, óháð tegund fyllinga

Persónuvernd hefur veitt Læknafélaginu Íslands (LÍ) leiðbeinandi svar um heimildir lækna til að gefa landlækni upplýsingar um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar (óháð tegund fyllingar) hér á landi frá árinu 2000. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá persónuupplýsingar um allar konurnar. Í svari sínu bendir Persónuvernd á að rík þagnarskylda hvíli á læknum samkvæmt lögum. Til að létta þeirri þagnarskyldu af þeim þurfi skýra heimild, t.d. samþykki viðkomandi sjúklings, eða lagaheimild. Í gildandi lögum sé ekki að finna slíka heimild. Þá er bent á að slíkt verði ekki heimilað með lögum nema að uppfylltum skilyrðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig er tekið fram að svara megi mögulegum spurningum landlæknis með framkvæmd vísindarannsóknar.

Persónuvernd hefur veitt Læknafélaginu Íslands (LÍ) leiðbeinandi svar um heimildir lækna til að gefa landlækni upplýsingar um allar konur sem fengið hafa brjóstafyllingar (óháð tegund fyllingar) hér á landi frá árinu 2000. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá persónuupplýsingar um allar konurnar. Í svari sínu bendir Persónuvernd á að rík þagnarskylda hvíli á læknum samkvæmt lögum. Til að létta þeirri þagnarskyldu af þeim þurfi skýra heimild, t.d. samþykki viðkomandi sjúklings, eða lagaheimild. Í gildandi lögum sé ekki að finna slíka heimild. Þá er bent á að slíkt verði ekki heimilað með lögum nema að uppfylltum skilyrðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig er tekið fram að svara megi mögulegum spurningum landlæknis með framkvæmd vísindarannsóknar.

Svar Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei