Ýmis bréf: 2012

Fyrirsagnalisti

Flutningur persónuupplýsinga úr landi

Persónuvernd hefur veitt leiðbeinandi svar um flutning persónuupplýsinga til Bandaríkjanna. Um er að ræða vinnslu vegna s.k. siðferðislínu og flutning upplýsinga frá Alcoa Fjarðaáli sf. til Alcoa Inc. í Bandaríkjunum. Fyrir liggur að það fyrirtæki, og aðrir vinnsluaðilar þar, eru á lista yfir öruggar hafnir hjá  bandaríska viðskiptaráðuneytinu og hafa skuldbundið sig til að hlíta reglum þess um friðhelgi einkalífs. Persónuvernd veitti m.a. leiðsögn um hvernig haga skuli fræðslu um vinnsluna.

Vinnsla heilsufarsupplýsinga um starfsmenn

Persónuvernd hefur veitt Alcan á Íslandi hf. leiðbeinandi svar um vinnslu heilsufarsupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Benti stofnunin m.a. á að gera yrði vinnslusamning og líta til viðeigandi ákvæða í persónuverndarlögum kæmi til þess að heilsufarsupplýsingar yrðu fluttar út fyrir EES-svæðið. Í vissum tilvikum gæti þurft að afla leyfis Persónuverndar.

Vinnsla heilsufarsupplýsinga um starfsmenn

Persónuvernd hefur veitt Alcan á Íslandi hf. leiðbeinandi svar um vinnslu heilsufarsupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Benti stofnunin m.a. á að gera yrði vinnslusamning og líta til viðeigandi ákvæða í persónuverndarlögum kæmi til þess að heilsufarsupplýsingar yrðu fluttar út fyrir EES-svæðið. Í vissum tilvikum gæti þurft að afla leyfis Persónuverndar.

Flutningur persónuupplýsinga frá banka

Persónuvernd hefur veitt einstaklingi svör um lögmæti flutnings persónuupplýsinga um sig til Byrs hf., þ.e. við yfirtöku Byrs hf. á Byr sparisjóði; samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er byggðist á hinum s.k. neyðarlögum. Í svari stofnunarinnar kemur fram að yfirfærsla persónuupplýsinga við lögmæt eigendaskipti hafi ekki verið lögð að jöfnu við miðlun til þriðja aðila og þurfi því hafi ekki þurft að uppfylla sömu heimildarskilyrði samkvæmt persónuverndarlögum.

Flutningur persónuupplýsinga frá banka

Persónuvernd hefur veitt einstaklingi svör um lögmæti flutnings persónuupplýsinga um sig til Byrs hf., þ.e. við yfirtöku Byrs hf. á Byr sparisjóði; samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er byggðist á hinum s.k. neyðarlögum. Í svari stofnunarinnar kemur fram að yfirfærsla persónuupplýsinga við lögmæt eigendaskipti hafi ekki verið lögð að jöfnu við miðlun til þriðja aðila og þurfi því hafi ekki þurft að uppfylla sömu heimildarskilyrði samkvæmt persónuverndarlögum.

Flöggun á Hjartagátt LSH

Persónuvernd hefur svarað erindi LSH um heimild þess til að skrá upplýsingar um sjúklinga sem sýnt hafa af sér ofbeldishneigð gagnvart starfsfólki og/eða sjúklingum á Hjartagátt. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaða vinnslu spítalans.

Flöggun á Hjartagátt LSH

Persónuvernd hefur svarað erindi LSH um heimild þess til að skrá upplýsingar um sjúklinga sem sýnt hafa af sér ofbeldishneigð gagnvart starfsfólki og/eða sjúklingum á Hjartagátt. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaða vinnslu spítalans.

Birting kennitalna í dómasafni á vefsíðu

Persónuvernd fjallaði um birtingu kennitalna í rafrænu dómasafni á vefsíðu. Var niðurstaðan sú að umrædd birting kennitalna á vefsíðunni ætti sér ekki lagaheimild. Þá var ekki fallist á ósk um að Persónuvernd veitti heimild til hennar. Hins vegar var tilmælum beint til ábyrgðaraðila um að beita tæknilegum ráðstöfunum og koma í veg fyrir að í dómasafninu yrði unnt að leita uppi og samtengja upplýsingar um einstaka menn á grundvelli kennitalna þeirra.

Birting kennitalna í dómasafni á vefsíðu

Persónuvernd fjallaði um birtingu kennitalna í rafrænu dómasafni á vefsíðu. Var niðurstaðan sú að umrædd birting kennitalna á vefsíðunni ætti sér ekki lagaheimild. Þá var ekki fallist á ósk um að Persónuvernd veitti heimild til hennar. Hins vegar var tilmælum beint til ábyrgðaraðila um að beita tæknilegum ráðstöfunum og koma í veg fyrir að í dómasafninu yrði unnt að leita uppi og samtengja upplýsingar um einstaka menn á grundvelli kennitalna þeirra.

Síða 2 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei