Fréttir: 2008

Fyrirsagnalisti

18.8.2008 : Drög að reglum um erfðarannsóknir

Persónuvernd hefur samið drög að reglum um framkvæmd erfðarannsókna. Þau eru birt hér. Er öllum sem þess óska heimilt að koma á framfæri athugasemdum við drögin. Umsagnarfrestur er til 1. október 2008.

5.8.2008 : Ekki réttar forsendur við breytingu á varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu

 

Persónuvernd hefur sent heilbrigðisráðherra og formanni heilbrigðisnefndar Alþingis bréf með ábendingu um að ekki hafi verið byggt á réttum forsendum þegar lögum um varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu var breytt í vor.

 

5.8.2008 : Notkun á lyfjagagnagrunni Landlæknis; umboðsmaður Alþingis

Persónuvernd hefur borist afrit af bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 17. júlí 2008, til landlæknis varðandi kvörtun yfir úrskurðarnefnd almannatrygginga.

22.7.2008 : Nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga

Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. júní voru samþykktar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.

11.7.2008 : Póst- og fjarskiptastofnun setur nýjar reglur um númerabirtingar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út nýjar reglur um fyrirkomulag númerabirtingar, nr. 629/2008.

8.7.2008 : Fjarvistaupplýsingum eytt í framhaldi af úrskurði Persónuverndar

Í framhaldi af úrskurði Persónuverndar, sem kveðinn var upp í apríl sl., um skráningu fjarvistaupplýsinga hefur Heilsuverndarstöðin (Inpro) nú eytt upplýsingum úr gagnagrunni sínum.

4.7.2008 : Álit 29. gr. starfshópsins um leitarvélar

 

Hinn 4. apríl sl., samþykkti ráðgjafarhópur skv. 29. gr. Evróputilskipunar um persónuvernd nýtt álit varðandi leitarvélar og einkalífsvernd.

 

Síða 3 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei