Fréttir: 2008

Fyrirsagnalisti

19.6.2008 : Endurskoðun tilskipunar um persónuvernd í fjarskiptum

Hinn 15. maí sl., samþykkti ráðgjafarhópur álit nr. 2/2008 um endurskoðun tilskipunar nr. 2002/58/EB um persónuvernd í fjarskiptum.

8.5.2008 : Vorfundur evrópskra persónuverndarstofnana

Vorfundur evrópskra persónuverndarstofnana var haldinn í Róm, Ítalíu dagana 17. og 18. apríl sl. Hann var sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur forstjóra.

 

28.4.2008 : Meðferð persónuupplýsinga um börn

Hinn 18. febrúar sl. samþykkti hinn sk. 29. gr. starfshópurinn vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

22.4.2008 : Kortaskilmálar Kaupþings

Í mars síðastliðnum barst Persónuvernd kvörtun einstaklings vegna kortaskilmála Kaupþings sem taka áttu gildi 10. þess mánaðar. Jafnframt barst erindi frá Neytendasamtökunum. Kortaskilmálarnir sem um ræðir sneru m.a. að gerð persónusniða og sendingu sms-skilaboða til korthafa.

17.3.2008 : Niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að niðurstöðu í máli er varðar ákvörðun Persónuverndar um að birta á heimasíðu sinni úrlausn í máli nr. 2007/497.

Síða 4 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei