Fréttir

Ekki réttar forsendur við breytingu á varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu

5.8.2008

 

Persónuvernd hefur sent heilbrigðisráðherra og formanni heilbrigðisnefndar Alþingis bréf með ábendingu um að ekki hafi verið byggt á réttum forsendum þegar lögum um varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu var breytt í vor.

 

Persónuvernd hefur sent heilbrigðisráðherra og formanni heilbrigðisnefndar Alþingis bréf með ábendingu um að ekki hafi verið byggt á réttum forsendum þegar lögum um varðveislutíma upplýsinga um lyfjaneyslu var breytt í vor.

Að mati Persónuverndar hefur lyfjagagnagrunnur landlæknis að geyma afar viðkvæmar persónuupplýsingar, sem aðeins skuli nýta í samræmi við lög og ekki geyma lengur en nauðsyn ber til. Með framangreindum lögum var varðveislutími persónuupplýsinga í þessum gagnagrunni hins vegar lengdur úr þremur árum í 30. Í nefndaráliti meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis var breytingin m.a. rökstudd með vísun til umsagnar landlæknisembættisins þar sem sagði að gögn í svipuðum gagnagrunnum á Norðurlöndunum væru varðveitt í 30 ár.

Athugun hefur leitt í ljós að samkvæmt lögum um lyfjagagnagrunna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skal persónugreinanlegum gögnum annað hvort eytt mun fyrr eða gæta þess að hafa upplýsingarnar ekki með persónuauðkennum. Persónuvernd vakti athygli á þessu á fundi heilbrigðisnefndar áður en lyfjalögum var breytt. Það gerði hún og með bréfi til formanns heilbrigðisnefndar Alþingis og heilbrigðisráðherra, dags. 22. júlí 2008.

Norræn löggjöf sem vísað er til í bréfi Persónuverndar:

Dönsk löggjöf

Norsk löggjöf

Sænsk löggjöf

Finnsk löggjöf

Bréf Persónuverndar til formanns heilbrigðisnefndar Alþingis og heilbrigðisráðherra, dags. 22. júlí 2008

Nefndarálit meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis frá 27. maí 2008

Bréf Persónuverndar til heilbrigðisnefndar Alþingis frá 19. mars 2008

Bréf Persónuverndar til heilbrigðisráðherra frá 31. janúar 2008




Var efnið hjálplegt? Nei