Fréttir: 2019

Fyrirsagnalisti

19.2.2019 : Tilkynningar til Persónuverndar vegna öryggisbrests í vefkerfinu Mentor

Tilkynningar til Persónuverndar vegna öryggisbrests í vefkerfinu Mentor eru nú til skoðunar hjá stofnuninni.

19.2.2019 : Eftirfylgni Persónuverndar lokið vegna álits um öryggi persónuupplýsinga í vefkerfi grunnskóla

Persónuvernd hefur lokið eftirfylgni vegna álits stofnunarinnar frá 22. september 2015 þar sem fjallað var um skráningu og vinnslu persónuupplýsinga á vegum fimm grunnskóla í vefkerfið Mentor.

19.2.2019 : Upplýsingar til fyrirtækja á Íslandi vegna Brexit

Breska persónuverndarstofnunin (ICO) gaf nýlega út leiðbeiningar til fyrirtækja og annarra ábyrgðaraðila sem flytja persónuupplýsingar til og frá Bretlandi í tengslum við útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi.

19.2.2019 : Upplýsingar til fyrirtækja á Íslandi vegna Brexit

19.2.2019

Breska persónuverndarstofnunin (ICO) gaf nýlega út leiðbeiningar til fyrirtækja og annarra ábyrgðaraðila sem flytja persónuupplýsingar til og frá Bretlandi í tengslum við útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi.

18.2.2019 : Rafræn vöktun - nýr bæklingur

Rafræn vöktun - eftirlit eða njósnir?

Persónuvernd hefur gefið út nýjan bækling - Rafræn vöktun - eftirlit eða njósnir? - þar sem farið er yfir tíu helstu atriði sem huga þarf að í tengslum við rafræna vöktun, til dæmis með eftirlitsmyndavélum.

6.2.2019 : Meðferð máls vegna hljóðupptöku á Klaustri

Klaustursmálið er í hefðbundnum farvegi

28.1.2019 : Alþjóðlegi persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skiptið þann 28. janúar 2019.

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti mánudaginn 28. janúar 2019. Á þessum degi standa persónuverndarstofnanir víða um heim fyrir kynningu og vitundarvakningu um málefni persónuverndar, í samstarfi við Evrópuráðið í Strasbourg.

Af þessu tilefni var grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Fréttablaðinu og á Vísi Greinin ber yfirskriftina Vernd persónuupplýsinga - breytt heimsmynd.

Þá var önnur grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Morgunblaðinu um liðna helgi, en efni hennar má nálgast hér að neðan.

Að lokum er vakin athygli á því að Persónuvernd verður með bás á sýningarsvæði UT-messunnar sem haldin verður í Hörpunni 8. og 9. febrúar næstkomandi. Sýningarsvæðið er opið almenningi laugardaginn 9. febrúar og eru áhugasamir hvattir til þess að líta við og ræða við sérfræðinga Persónuverndar um allt sem tengist persónuvernd. 

22.1.2019 : Franska Persónuverndarstofnunin sektar Google um 50 milljónir evra

Samþykki fyrir notkun persónuupplýsinga of flókið og ógagnsætt

8.1.2019 : Über sektað í mörgum Evrópulöndum vegna gagnaleka

Leigubílafyrirtækið Über hefur verið sektað um háar fjárhæðir í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Ítalíu vegna rangra viðbragða við gagnaleka.

Síða 4 af 5


Var efnið hjálplegt? Nei