Eftirlit eða njósnir?

Útgefnir bæklingar

Eftirlit eða njósnir?

Rafræn vöktun

Til að rafræn vöktun sé heimil, t.d. með eftirlitsmyndavélum á vinnustöðum eða utandyra, þarf að uppfylla tiltekin skilyrði.


 

  1. Tilgangur vöktunar verður að vera skýr, málefnalegur og lögmætur, t.d. að koma í veg fyrir þjófnað eða að tryggja öryggi manna og eigna.
  2. Gæta þarf meðalhófs og ekki má ganga lengra heldur en þörf krefur til að forðast óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra sem sæta vöktuninni.
  3. Nauðsynlegt er að fræða þá sem eru á vöktuðum svæðum, t.d. starfsmenn eða nemendur, um vöktunina. Einnig þarf að gera viðvart um vöktunina með merki eða á annan áberandi hátt.
  4. Vöktun sem fer fram til að mæla vinnu og afköst starfsmanna er háð ströngum skilyrðum.
  5. Myndefni skal aðeins skoða ef sérstakt tilefni er til þess og bara af þeim sem hafa heimild til þess.
  6. Ekki má geyma myndefni lengur en í 90 daga nema í sérstökum tilvikum, t.d. með heimild í lögum.
  7. Þegar eftirlitsmyndavélar eru nettengdar þarf að tryggja að óviðkomandi hafi ekki aðgang að myndefni þeirra.
  8. Opinber birting á myndefni, t.d. á Netinu, er óheimil nema með samþykki þeirra sem eru á upptökunni. Það má alltaf afhenda lögreglu myndefni.
  9. Sá sem er vaktaður á rétt á að skoða gögnin, t.d. upptökur sem verða til um hann, nema hagsmunir annarra vegi þyngra.
  10. Rafræn vöktun með leynd er bönnuð, nema hún styðjist við lög eða úrskurð dómara.

Hér má nálgast bæklinginn á PDF-formi.
Var efnið hjálplegt? Nei