Fréttir: 2019

Fyrirsagnalisti

23.5.2019 : Úrskurður um hljóðupptöku á veitingastaðnum Klaustri

Mál nr. 2018/1741

Kvartað var yfir leynilegri hljóðupptöku á samtali alþingismanna á veitingastað. Fjallað er um málið í ljósi meðal annars undantekningar frá gildissviði persónuverndarlaga vegna fréttamennsku sem samkvæmt dómaframkvæmd Evrópudómstólsins tekur ekki eingöngu til fjölmiðla sem slíkra, en sá einstaklingur sem tók upp samtalið er ekki starfsmaður fjölmiðils. Jafnframt er hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að í ljósi grunnreglunnar um friðhelgi einkalífs sé ekki hægt að skýra undantekninguna svo að undir hana geti fallið slík leynileg upptaka og um ræðir í málinu og að hún hafi því brotið í bága við lög. Hvað varðar álagningu sektar, sem farið er fram á af hálfu kvartenda, er tekið fram að aðilar að kvörtunarmálum hafi ekki forræði á hvort lögð verði á sekt. Þá er litið til kringumstæðna í málinu og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fram kemur að stjórnmálamenn njóta minni einkalífsverndar en aðrir sem almannapersónur. Með hliðsjón af framangreindu er komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til að leggja á sekt. Jafnframt er hins vegar mælt fyrir um eyðingu hljóðupptökunnar.

Rétt er að taka fram að upphaflega var ráðgert að birta úrskurðinn sama dag og hann var kveðinn upp. Hins vegar taldi Persónuvernd, við nánari athugun, að gefa þyrfti lögmönnum málsaðila frekara tóm til að kynna úrskurðinn fyrir umbjóðendum sínum.

20.5.2019 : Persónuvernd barna – innan heimilis og utan

Persónuvernd sendi á dögunum bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Af því tilefni birtist eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag, 20. maí 2019.

Persónuvernd mun halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni. 

17.4.2019 : Á þriðja tug leiðbeininga um ný persónuverndarlög

Eitt af meginverkefnum Persónuverndar er að auka vitund þeirra sem vinna með persónuupplýsingar – þannig að viðkomandi þekki skyldur sínar samkvæmt persónuverndarlögum. 

Síða 3 af 5


Var efnið hjálplegt? Nei