Fréttir: 2006

Fyrirsagnalisti

31.7.2006 : Fjöldi skráninga í vanskilaskrá Lánstrausts

Samkvæmt gildandi starfsleyfi Lánstrausts ber fyrirtækinu að tilkynna Persónuvernd ársfjórðungslega um hve margir hafi aðgang að skrám þess.

31.7.2006 : Úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins lokið

Persónuvernd hefur lokið úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

25.7.2006 : Dómur Evrópudómstólsins í málum nr. C/317/04 og C-318/04

30. maí sl. kvað Evrópudómstóllinn upp dóm í málum nr. C-317/04 og C-318/04. Dómurinn ógildir ákvarðanir Evrópustofnana sem varða miðlun farþegaupplýsinga til Bandaríkjanna

16.6.2006 : Úttektum á ráðningarþjónustum lokið

16. júní 2006

Persónuvernd hefur lokið úttekt á vinnslu persónuupplýsinga hjá þremur ráðningarþjónustum.

14.6.2006 : Ný álit frá 29. gr. starfshópnum

29. gr. starfshópurinn, sem hefur m.a. það hlutverk að stuðla að samræmingu í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu, hefur gefið út tvö ný álit.

22.5.2006 : Rafræn skrá yfir hnupl í verslunum

Persónuvernd barst erindi öryggisdeildar fyrirtækis sem hyggst halda rafræna skrá um hnupl í verslunum sínum, í því skyni að halda utan um málin í tengslum við samskipti við lögreglu og vegna hugsanlegra málaferla.

22.5.2006 : Rafræn skrá yfir hnupl í verslunum

22. maí 2006

Persónuvernd barst erindi öryggisdeildar fyrirtækis sem hyggst halda rafræna skrá um hnupl í verslunum sínum, í því skyni að halda utan um málin í tengslum við samskipti við lögreglu og vegna hugsanlegra málaferla.

Í svarbréfi Persónuverndar kemur fram að slík skráning geti talist nauðsynlegur og eðlilegur þáttur í starfsemi fyrirtækisins, en þó verði að uppfylla ýmis skilyrði laga um persónuvernd. Síðan eru veittar nánari leiðbeiningar um gerð vinnslusamnings, varðveislutíma, öryggisráðstafanir, tilkynningarskyldu og fræðsluskyldu.

Þá er sérstaklega tekið fram, í tilefni þess að upphaflega hafði fyrirtækið vikið að því að skráin kynni að verða notuð til samkeyrslu við nöfn starfsumsækjenda, að engin afstaða hefði verið tekin til slíkrar notkunar og eðlilegt væri að Persónuvernd bærist sérstök umsókn um slíka vinnslu þar sem þau not væru rökstudd sérstaklega.

19.5.2006 : Aukinn aðgangur að persónuupplýsingum um skjólstæðinga Reykjavíkurborgar

Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um aukinn aðgang að persónuupplýsingum um skjólstæðinga Reykjavíkurborgar. M.a. sagði í fréttum RÚV 17. maí sl. að Persónuvernd hefði lagst gegn honum, en í fréttum RÚV í dag, 19. maí, var rætt við starfsmann Reykjavíkuborgar sem sagði hins vegar að Reykjavíkurborg hefði leitað álits Persónuverndar og hún veitt "ansi víðar heimildir."
Síða 3 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei