Fréttir

Úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins lokið

31.7.2006

Persónuvernd hefur lokið úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Persónuvernd hefur lokið úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Tilefni úttektarinnar var að í starfsemi Fangelsismálastofnunar getur safnast upp mikið magn persónuupplýsinga sem sumar eru afar viðkvæms eðlis.

Úttekt Persónuverndar, sem boðuð var með bréfi, dags. 3. júní 2004, og fram fór á grundvelli gagna, sem Fangelsismálastofnun ríkisins lagði fram í mars 2005, leiddi ekki í ljós að öryggi persónuupplýsinga væri ábótavant hjá stofnuninni. Þó kom fram að:

  • ekki hafa verið settar reglur um innra eftirlit;
  • fara má yfir hvort stofnunin hafi gert fullnægjandi vinnslusamning við alla þá sem vinna með persónuupplýsingar á vegum stofnunarinnar, enda heyrir það undir stofnunina að gera slíkan samning en ekki dómsmálaráðuneytið; og
  • fara má yfir hvort allir þeir starfsmenn á vegum vinnsluaðila, sem séð geta persónuupplýsingar, sem eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari, og eru ekki bundnir sérstakri, lögbundinni þagnarskyldu, hafi ritað undir yfirlýsingu um þagnarskyldu.

Persónuvernd leiðbeindi því Fangelsismálastofnun um að gera viðeigandi úrbætur samkvæmt framangreindu fyrir 1. janúar 2007, enda hafi það ekki þegar verið gert.




Var efnið hjálplegt? Nei