Fréttir: 2006

Fyrirsagnalisti

8.5.2006 : Um upplýst samþykki til aðgangs að sjúkraskrám

Hinn 27. febrúar sl. kvað stjórn Persónuverndar upp úrskurð í máli er varðaði aðgang læknis að sjúkraskrá í tengslum við vinnslu álitsgerðar vegna bótamáls. Varð niðurstaðan sú að ekki hefði legið fyrir upplýst samþykki fyrir aðgangi að sjúkraskránni í skilningi laga nr. 77/2000 og hefði lækninum því verið óheimilt að fara í hana í umrætt sinn. Í tilefni af málinu ákvað Persónuvernd að rita Læknafélagi Íslands, Lögmannafélags Íslands og Sambandi íslenskra tryggingafélaga bréf um upplýst samþykki til uppflettinga í sjúkraskrám.

1.5.2006 : Ný tilskipun um varðveislu fjarskiptaupplýsinga

Ný tilskipun um varðveislu fjarskiptaupplýsinga hefur nú verið birt í Stjórnartíðindum EB.

7.4.2006 : Gjaldeyriskaup og kennitölur

7. apríl

Bréf Persónuverndar til Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja varðandi öflun kennitalna í tengslum við gjaldeyriskaup

3.4.2006 : Úttektir hjá félagsþjónustum á höfuðborgarsvæðinu

3. apríl 2006 lauk Persónuvernd því verkefni að kanna lögmæti og öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá félagsþjónustum Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga hjá öllum þessum félagsþjónustum væri heimil að lögum. Þá taldi stofnunin öryggi vinnslunnar ekki ábótavant hjá öðrum félagsþjónustum en þeirri í Hafnarfirði. Var þó talið rétt að leiðbeina um tilteknar úrbætur á öryggiskerfi allra félagsþjónustnanna, en til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði var auk þess beint fyrirmælum um tilteknar úrbætur.

23.3.2006 : Heimildir tryggingafélaga

Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um afstöðu Persónuverndar varðandi heimildir tryggingafélaga til að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma umsækjenda, skal eftirfarandi tekið fram:

23.1.2006 : Um meðferð tölvupósts

23. janúar 2006

Í tilefni af erindi stéttarfélags veitti Persónuvernd leiðbeiningar um meðferð tölvupósts. Bréfið er birt hér að neðan.

11.1.2006 : Útgáfa leyfa í tengslum við kaup ÍE á hlutafé í UVS

11. janúar

Persónuvernd fékk þann 8. desember 2005 erindi frá Urði, Verðandi, Skuld ehf. (UVS) og Íslenskri erfðagreiningu ehf. ÍE) um það með hvað hætti standa bæri að meðhöndlun persónuupplýsinga sem til hafa orðið í krabbameinsrannsóknum á vegum þessara aðila, ef til þess kæmi að ÍE myndi festa kaup á hlutfé UVS og félögin eftirleiðis hafa samvinnu um framkvæmd rannsóknanna.

Síða 4 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei