Ýmis bréf

Fyrirsagnalisti

Flutningur persónuupplýsinga frá banka

Persónuvernd hefur veitt einstaklingi svör um lögmæti flutnings persónuupplýsinga um sig til Byrs hf., þ.e. við yfirtöku Byrs hf. á Byr sparisjóði; samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er byggðist á hinum s.k. neyðarlögum. Í svari stofnunarinnar kemur fram að yfirfærsla persónuupplýsinga við lögmæt eigendaskipti hafi ekki verið lögð að jöfnu við miðlun til þriðja aðila og þurfi því hafi ekki þurft að uppfylla sömu heimildarskilyrði samkvæmt persónuverndarlögum.

Flutningur persónuupplýsinga frá banka

Persónuvernd hefur veitt einstaklingi svör um lögmæti flutnings persónuupplýsinga um sig til Byrs hf., þ.e. við yfirtöku Byrs hf. á Byr sparisjóði; samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er byggðist á hinum s.k. neyðarlögum. Í svari stofnunarinnar kemur fram að yfirfærsla persónuupplýsinga við lögmæt eigendaskipti hafi ekki verið lögð að jöfnu við miðlun til þriðja aðila og þurfi því hafi ekki þurft að uppfylla sömu heimildarskilyrði samkvæmt persónuverndarlögum.

Flöggun á Hjartagátt LSH

Persónuvernd hefur svarað erindi LSH um heimild þess til að skrá upplýsingar um sjúklinga sem sýnt hafa af sér ofbeldishneigð gagnvart starfsfólki og/eða sjúklingum á Hjartagátt. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaða vinnslu spítalans.

Flöggun á Hjartagátt LSH

Persónuvernd hefur svarað erindi LSH um heimild þess til að skrá upplýsingar um sjúklinga sem sýnt hafa af sér ofbeldishneigð gagnvart starfsfólki og/eða sjúklingum á Hjartagátt. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaða vinnslu spítalans.

Birting kennitalna í dómasafni á vefsíðu

Persónuvernd fjallaði um birtingu kennitalna í rafrænu dómasafni á vefsíðu. Var niðurstaðan sú að umrædd birting kennitalna á vefsíðunni ætti sér ekki lagaheimild. Þá var ekki fallist á ósk um að Persónuvernd veitti heimild til hennar. Hins vegar var tilmælum beint til ábyrgðaraðila um að beita tæknilegum ráðstöfunum og koma í veg fyrir að í dómasafninu yrði unnt að leita uppi og samtengja upplýsingar um einstaka menn á grundvelli kennitalna þeirra.

Birting kennitalna í dómasafni á vefsíðu

Persónuvernd fjallaði um birtingu kennitalna í rafrænu dómasafni á vefsíðu. Var niðurstaðan sú að umrædd birting kennitalna á vefsíðunni ætti sér ekki lagaheimild. Þá var ekki fallist á ósk um að Persónuvernd veitti heimild til hennar. Hins vegar var tilmælum beint til ábyrgðaraðila um að beita tæknilegum ráðstöfunum og koma í veg fyrir að í dómasafninu yrði unnt að leita uppi og samtengja upplýsingar um einstaka menn á grundvelli kennitalna þeirra.

Heimild lýtalæknis til að afhenda landlækni persónuupplýsingar um þær konur sem fengið hafa PIP-brjóstafyllingar

Persónuvernd hefur veitt Læknafélagi Íslands leiðbeinandi svar um heimildir tiltekins læknis til að segja landlækni hvaða konur hafa s.k. PIP-brjóstafyllingar. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá slíkar persónuupplýsingar. Í svari sínu bendir Persónuvernd m.a. á að rík þagnarskylda hvíli á læknum. Skyldan sé bundin í lög og henni verði ekki létt af þeim nema með lögum. Við slíkt yrði að gæta þeirra grundvallarréttinda sem allir njóta skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þau réttindi má ekki skerða slík nema brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Þá er bent á að það er Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum brjóstafyllinga, en ekki landlæknir.

Heimild lýtalæknis til að upplýsa um konur með PIP-brjóstafyllingar

Persónuvernd hefur veitt Læknafélagi Íslands leiðbeinandi svar um heimildir tiltekins læknis til að segja landlækni hvaða konur hafa s.k. PIP-brjóstafyllingar. Tilefnið er ósk landlæknis um að fá slíkar persónuupplýsingar. Í svari sínu bendir Persónuvernd m.a. á að rík þagnarskylda hvíli á læknum. Skyldan sé bundin í lög og henni verði ekki létt af þeim nema með lögum. Við slíkt yrði að gæta þeirra grundvallarréttinda sem allir njóta skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þau réttindi má ekki skerða slík nema brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Þá er bent á að það er Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með gæðum brjóstafyllinga, en ekki landlæknir.

Samkeyrsla þinglýsingaskrár og þjóðskrár

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn fjölmiðils varðandi samkeyrslu þinglýsingaskrár og þjóðskrár með það fyrir augum að fá upplýsingar um jarðir í eigu útlendinga hér á landi. Í svari Persónuverndar kemur fram að samkeyrsla á vegum Þjóðskrár Íslands (sem er stjórnvald) verði að eiga sér stoð í lögum en að vinnsla fjölmiðils í þágu fréttamennsku þurfi þess ekki.

Síða 5 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei