Fréttir

Fyrirsagnalisti

13.10.2022 : Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Helsinki

Norrænu persónuverndarstofnanirnar hittast á árlegum fundi sínum dagana 13.-14. október.

Á fundinum munu stofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Íslands, Álandseyja og Færeyja ræða norræna samvinnu, helstu mál á sviði persónuverndar og skiptast á upplýsingum um sínar starfsvenjur.

4.7.2022 : Staða 19 frumkvæðisathugana og 4 úttekta

Í september 2021 birti Persónuvernd frétt á vefsíðu sinni þar sem upplýst var að hjá stofnuninni væru þá í vinnslu 19 frumkvæðisathuganir og 4 úttektir. Í fréttinni sagði að vonir stæðu til þess að flestum málunum yrði lokið fyrir árslok 2021.

21.6.2022 : Ársskýrsla Persónuverndar 2021 komin út

Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2021. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk formála forstjóra, þar sem farið er yfir helstu verkefni stofnunarinnar á árinu. 

26.4.2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi - málþing 29. apríl

Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.

Síða 6 af 52


Var efnið hjálplegt? Nei