Fréttir

Notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum Reykjavíkur - sektarákvörðun

Mál nr. 2021040879

6.5.2022

Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða 5.000.000 króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. Við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera var m.a. litið til þess að brot Reykjavíkurborgar vörðuðu persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og að líkur þóttu á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis, svo sem endurgjöf kennara og upplýsingar um hrein einkamálefni nemenda. Þá var tilgangur vinnslunnar ekki nægilega skýrt afmarkaður og var vinnsluheimild því ekki talin vera fyrir hendi, ekki var gætt að meginreglu löggjafarinnar um meðalhóf og lágmörkun gagna auk þess sem mikil áhætta fylgir því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn var einnig litið til þess m.a. að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Reykjavíkurborg svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Þar að auki hætti borgin að styðja vinnslu í nemendakerfinu við samþykki foreldra eftir ábendingar Persónuverndar.

Ákvörðunina má lesa í heild hér.



Var efnið hjálplegt? Nei