Fréttir

Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Helsinki

13.10.2022

Norrænu persónuverndarstofnanirnar hittast á árlegum fundi sínum dagana 13.-14. október.

Á fundinum munu stofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Íslands, Álandseyja og Færeyja ræða norræna samvinnu, helstu mál á sviði persónuverndar og skiptast á upplýsingum um sínar starfsvenjur.

Helstu umræðuefni fundarins varða persónuvernd barna, bestu starfsvenjur við úrlausn mála, upplýsingalöggjöf á Norðurlöndunum og drög að nýrri löggjöf um sameiginlegt evrópskt svæði fyrir heilsufarsupplýsingar (e. European Health Data Space).

Norræni fundurinn mun fara fram í Helsinki eftir langt hlé vegna Covid-19. Síðasti fundur stofnananna var í Stokkhólmi árið 2019. Löng hefð er fyrir samvinnu ríkjanna á sviði Persónuverndar og hafa norrænu fundirnir verið haldnir frá árinu 1988. 



Var efnið hjálplegt? Nei