Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

29.4.2016 : Málstofa um persónuvernd á Lagadeginum 2016

Lagadagurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. apríl síðastliðinn. Lagadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Íslands. Að þessu sinni var ein af málstofum Lagadagsins tileinkuð persónuvernd. Málstofan einblíndi á persónuvernd á tímum tæknibyltingar með sérstakri áherslu á breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja með tilkomu nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar.

14.4.2016 : Umfangsmiklar endurbætur á persónuverndarlöggjöf Evrópu samþykktar

Í fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag kemur fram að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu í dag, 14. apríl 2016. Evrópuráðið afgreiddi löggjöfina fyrir sitt leyti 8. apríl 2016. Formleg undirritun af forsetum bæði Evrópuþingsins og Evrópuráðsins þarf hins vegar að koma til svo löggjöfin sé formlega samþykkt.

13.4.2016 : Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield viðræðna

Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í dag út yfirlýsingu um afstöðu sína til viðræðna bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins um EU-US Privacy Shield.

4.2.2016 : Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield

Framkvæmdastjórn ESB gaf út fréttatilkynningu 2. febrúar sl. um að náðst hefði samkomulag við bandarísk stjórnvöld um nýtt fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga til Bandaríkjanna (e. EU-US Privacy Shield). Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í gær út yfirlýsingu um afstöðu sína til málsins.

26.1.2016 : Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um aðgang vinnuveitanda að persónulegum samskiptum starfsmanna

Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, dags. 12. janúar 2016, í máli Bãrbulescu gegn Rúmeníu (mál nr. 61496/08) komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að vinnuveitanda væri í afmörkuðum tilfellum heimilt að skoða persónuleg samskipti starfsmanns sem fóru fram í gegnum forritið Yahoo messenger. Persónuvernd bendir á að varast ber að draga of afdráttarlausar ályktanir af þessum dómi, enda voru í gildi mjög skýrar reglur á þessum vinnustað um hvernig mætti nota þau vinnutæki sem vinnuveitandinn bauð uppá.

25.1.2016 : Málþing um vinnslu persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stjórnsýslu á evrópska persónuverndardaginn, fimmtudaginn 28. janúar 2016

Persónuvernd, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings á evrópska persónuverndarinn. Yfirskrift málþingsins er: „Vinnsla persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum“. Málþingið er haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands og stendur milli klukkan 12:00-13:00.
Síða 2 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei