Fréttir

Málstofa um persónuvernd á Lagadeginum 2016

29.4.2016

Lagadagurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. apríl síðastliðinn. Lagadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Íslands. Að þessu sinni var ein af málstofum Lagadagsins tileinkuð persónuvernd. Málstofan einblíndi á persónuvernd á tímum tæknibyltingar með sérstakri áherslu á breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja með tilkomu nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar.

Lagadagurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 15. apríl síðastliðinn. Lagadagurinn er haldinn árlega í samstarfi Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands og Dómarafélags Íslands. Að þessu sinni var ein af málstofum Lagadagsins tileinkuð persónuvernd. Málstofan einblíndi á persónuvernd á tímum tæknibyltingar með sérstakri áherslu á breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja með tilkomu nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar.



Persónuvernd hefur verið mikið í umræðunni undanfarið enda hafa tækniframfarir í stafrænu upplýsingasamfélagi umbylt því hvaða persónuupplýsingum er safnað, í hvaða tilgangi og hvernig farið er með þær. Málstofan fjallaði meðal annars um þá gríðarlegu upplýsingavinnslu upplýsingasamfélagsins sem getur ógnað friðhelgi einstaklinga og vernd persónuupplýsinga. Einnig var farið yfir stefnumarkandi dóma, sem hafa fallið hjá alþjóðadómstólum, og þær umfangsmiklu breytingar sem framundan eru á evrópskum persónuverndarlögum.


Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, stýrði málsstofunni og að loknum inngangsorðum hennar tók til máls Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Alma fór yfir innihald nýrrar evrópulöggjafar á sviði persónuverndar og fjallaði um breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja.

Þá flutti Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum, fyrirlestur um breytingar sem hafa átt sér stað í tengslum við flutning persónuupplýsinga úr landi í kjölfar ógildingar Evrópudómstólsins á svokallaðri Safe Harbour ákvörðun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður hjá LOGOS, fræddi málstofugesti því næst um vinnslu persónuupplýsinga í vinnuréttarsambandi sem og um nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins í Barbulescu v. Rúmeníu málinu.

Loks hélt Erla Þuríður Péturdóttir, lögmaður hjá Valitor, fyrirlestur um aðgerðir sem fyrirtæki þurfa að grípa til vegna fyrirhugaðra breytinga á persónuverndarlögum.

Málstofan var vel sótt og ljóst að mikill áhugi er á málaflokknum.


                     

                                      Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar                 Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis


 



Var efnið hjálplegt? Nei