Fréttir

Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield

4.2.2016

Framkvæmdastjórn ESB gaf út fréttatilkynningu 2. febrúar sl. um að náðst hefði samkomulag við bandarísk stjórnvöld um nýtt fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga til Bandaríkjanna (e. EU-US Privacy Shield). Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í gær út yfirlýsingu um afstöðu sína til málsins.
Framkvæmdastjórn ESB gaf út fréttatilkynningu 2. febrúar sl. um að náðst hefði samkomulag við bandarísk stjórnvöld um nýtt fyrirkomulag á flutningi persónuupplýsinga til Bandaríkjanna (e. EU-US Privacy Shield). Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í gær út yfirlýsingu um afstöðu sína til málsins.

1.

Fréttatilkynning framkvæmdastjórnarinnar

Samkvæmt fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar á framangreint samkomulag að tryggja að viðtakendur slíkra upplýsinga þar í landi, sem vinna eftir fyrirkomulaginu, veiti þeim fullnægjandi vernd þannig að miðlun upplýsinga til þeirra frá Evrópuríkjum sé heimil. Er með þessu brugðist við dómi Evrópudómstólsins frá 6. október 2015 í máli nr. c-362/14, en þar var ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2000/520/EB um svonefndar öruggar hafnir (e. safe harbour). Samkvæmt þeirri ákvörðun töldust bandarísk fyrirtæki, sem undirgengust tilteknar reglur um vernd persónuupplýsinga, öruggir viðtakendur slíkra upplýsinga. Fyrirkomulag samkvæmt áðurnefndu nýju fyrirkomulagi á að koma í stað þessarar ákvörðunar. Það á að tryggja eftirfarandi þrjá þætti:

1.    Strangar kröfur séu gerðar til vinnslu persónuupplýsinga og með henni haft öflugt eftirlit. Réttindi skráðra einstaklinga séu tryggð og sjái viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna (e. US Department of Commerce) til þess að viðkomandi fyrirtæki birti yfirlýsingar um skuldbindingar sínar, en þá verði unnt að framfylgja þeim að bandarískum lögum. Auk þess undirgangist fyrirtækin að hlíta ákvörðunum evrópskra persónuverndarstofnana.

2.    Settir séu skýrir varnaglar og tryggt gagnsæi um aðgang ríkisvaldsins að upplýsingum. Hafi Bandaríkin í fyrsta sinn gefið út skriflega yfirlýsingu um að aðgangur stjórnvalda í þágu löggæslu og þjóðaröryggis sæti skýrum takmörkunum og verði háður eftirliti. Hann verði eingöngu nýttur þegar hann sé nauðsynlegur og slíkt samrýmist meðalhófssjónarmiðum. Hafi bandarísk stjórnvöld útilokað óhæfilega vöktun með upplýsingum sem miðlað sé á grundvelli umrædds fyrirkomulags.

3.    Réttindi evrópskra borgara verði tryggð með virkum hætti og þeim veittur kostur á fjölbreyttum réttarúrræðum. Evrópskar persónuverndarstofnanir geti vísað kvörtunum til viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna og bandaríska viðskiptaráðsins (e. Federal Trade Commission). Þá verði unnt að beina kvörtunum til aðila sem starfi til hliðar við stjórnvöld (e. Alternative Dispute resolution) án endurgjalds, auk þess sem sérstakur umboðsmaður fjalli um kvartanir yfir hugsanlegum aðgangi þjóðaröryggisstofnana.

Fréttatilkynning framkvæmdastjórnarinnar

2.

Yfirlýsing vinnuhópsins, sjá tengil

Yfirlýsing vinnuhópsins


Var efnið hjálplegt? Nei