Fréttir

Yfirlýsing 29. gr. vinnuhóps vegna EU-US Privacy Shield viðræðna

13.4.2016

Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í dag út yfirlýsingu um afstöðu sína til viðræðna bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins um EU-US Privacy Shield.
Vinnuhópur samkvæmt 29. gr. persónuverndartilskipunarinnar nr. 95/46/EB, sem skipaður er fulltrúum evrópskra persónuverndarstofnana og gegnir samræmingar- og ráðgjafarhlutverki á sviði persónuverndar í Evrópu, gaf í dag út yfirlýsingu um afstöðu sína til viðræðna bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins um EU-US Privacy Shield.

Í yfirlýsingunni kemur fram að þó svo að EU-US Privacy Shield sé að mörgu leyti framför frá hinni ólögmætu Safe Harbour ákvörðun frá árinu 2000, þá hafi hópurinn enn áhyggjur af nokkrum atriðum í þessu fyrirhugaða samkomulagi, m.a. eftirliti bandarískra stjórnvalda með einstaklingum í Evrópu, sem og ákvæðum um sjálfstæði og völd fyrirhugaðs umboðsmanns. Þá liggi ekki fyrir skýrar reglur um takmörkun á vörslutíma gagna og að enn sé óljóst um flutning persónuupplýsinga frá Bandaríkjunum til þriðju ríkja.

Persónuvernd bendir á að flutningur persónuupplýsinga til Bandaríkjanna á grundvelli staðlaðra samningsskilmála (Standard Contractual Clauses) eða bindandi fyrirtækjareglna (Binding Corporate Rules) er áfram heimill, a.m.k. fyrst um sinn, sbr. frekari upplýsingar í frétt á heimasíðu Persónuverndar.

Nánari umfjöllun framkvæmdastjórnar ESB um staðlaða samningsskilmála (Standard Contractual Clauses) og fyrirmyndir að slíkum skilmálum er unnt að nálgast hér.

Yfirlýsing 29. gr. vinnuhópsins vegna EU-US Privacy Shield frá 13. apríl 2016 má nálgast hér.


Var efnið hjálplegt? Nei