Fréttir: 2004

Fyrirsagnalisti

9.11.2004 : Samræmd norræn úttekt á meðferð persónuupplýsinga um starfsumsækjendur

Hinn 2. nóvember 2004 lauk Persónuvernd fyrir sitt leyti verkefni sem ákveðið var á fundi forstjóra norrænu persónuverndarstofnanna hinn 20. og 21. nóvember 2003.

2.11.2004 : Heimilisfangaleynd í þjóðskrá

Hinn 29. október 2004 fundaði stjórn Persónuverndar með fyrirsvarsmönnum Hagstofunnar. Persónuvernd höfðu borist ábendingar um að þörf gæti verið á því fyrir einstaklinga að skipta um lögheimili án þess að miðlað væri upplýsingum um hið nýja heimilisfang og því var m.a. rætt um mögulega heimilisfangaleynd í þjóðskrá.

19.10.2004 : Hversu meðvitaður ert þú um þinn rétt?

Gerð könnunar á því hversu vel fólk þekkir til starfsemi Persónuverndar og hversu vel það telur sig þekkja rét sinn samkvæmt lögum.

6.10.2004 : Ágreiningur Barnaverndarstofu og lögreglustjórans í Reykjavík

Hinn 24. september sl. afgreiddi stjórn Persónuverndar mál varðandi ágreining milli Barnaverndarstofu og embættis lögreglustjórans í Reykjavík um miðlun persónuupplýsinga frá Lögreglunni í Reykjavík til Barnaverndar Reykjavíkur.

28.9.2004 : Samræmd úttekt JSA

12.8.2004 : Nýjar reglur um tilkynningar- og leyfisskyldu

Hinn 12. ágúst 2004 samþykkti stjórn Persónuverndar nýjar reglur um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og eru nr. 698/2004.

1.7.2004 : Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í "Karólínumálinu"

Hinn 24. júní 2004 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í málinu "Hannover v. Germany". Málið snerist um birtingu fjölda mynda af Karólínu prinsessu af Mónakó í þýsku blöðunum , Bunte, Neue Post og Freizeit Revue, einkum af henni og eiginmanni hennar prins Ernst-August af Hanover.

24.5.2004 : Miðlun farþegaupplýsinga til Bandaríkjanna

Hinn 24. maí 2004 sendi Persónuvernd Flugleiðum hf. bréf þar sem óskað er skýringa í tengslum við væntanlega miðlun upplýsinga um flugfarþega og flugáhafnir frá félaginu til bandarískra stjórnvalda samkvæmt kröfu þeirra þar að lútandi.

2.4.2004 : Drög að reglum um rafræna vöktun lögð fram til kynningar

Persónuvernd hefur lagt fram til kynningar drög að nýjum reglum um rafræna vöktun og vinnslu efnis sem verður til við vöktunina, s.s. hljóð- og myndefnis.


Var efnið hjálplegt? Nei