Fréttir

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í "Karólínumálinu"

1.7.2004

Hinn 24. júní 2004 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í málinu "Hannover v. Germany". Málið snerist um birtingu fjölda mynda af Karólínu prinsessu af Mónakó í þýsku blöðunum , Bunte, Neue Post og Freizeit Revue, einkum af henni og eiginmanni hennar prins Ernst-August af Hanover.

Hinn 24. júní 2004 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í málinu "Hannover v. Germany". Málið snerist um birtingu fjölda mynda af Karólínu prinsessu af Mónakó í þýsku blöðunum, Bunte, Neue Post og Freizeit Revue, einkum af henni og eiginmanni hennar prins Ernst-August af Hanover.

Niðurstaða dómstólsins var sú að ekki hefði verið heimilt að birta myndirnar án hennar samþykkis, jafnvel þótt þær hafi verið teknar á almannafæri. Dómurinn staðfestir að allir eiga rétt á friðhelgi einkalífs, óháð því hversu þekktir þeir eru, nema um sé að ræða umfjöllun sem varði hagsmuni almennings.

Hér má nálgast dóminn. Hann er áfrýjanlegur.



Var efnið hjálplegt? Nei