Leyfisveitingar

Fyrirsagnalisti

Ákvörðun um leyfissynjun og um samþykki til áætlunar arfgerða

Hinn 28. maí 2013 tók Persónuvernd ákvörðun um að synja um útgáfu leyfis til handa Íslenskri erfðagreiningu ehf., Landspítalanum og samstarfslæknum um heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu verkefnisins „Undirbúningur að notkun raðgreiningarupplýsinga í einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu Landspítala-háskólasjúkrahúss“. Þá er í ákvörðuninni mælt fyrir um að ÍE skuli tryggja að öll vinnsla áætlaðra arfgerða sem tengdar eru tilteknum einstaklingum, þ. á m. varðveisla, grundvallist á samþykki viðkomandi einstaklinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í maí 2013

Í maí 2013 voru samtals veitt 6 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 27 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í apríl 2013

Í apríl 2013 voru samtals veitt 19 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í mars 2013

Í mars 2013 voru samtals veitt 28 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 49 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í febrúar 2013

Í febrúar 2013 voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 53 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í janúar 2013

Í janúar 2013 voru samtals veitt 10 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 60 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Ættartengsl skilanefndarmanna; leyfisumsókn

Persónuvernd hefur svarað erindi manns sem óskaði eftir leyfi til að nota ættfræðigagnagrunn til að rannsaka hugsanleg ættartengsl milli manna. Eins og á stóð taldi Persónuvernd ekki verða séð að leyfi stofnunarinnar þyrfti til þessa.

Veitt leyfi og tilkynningar í desember 2012

Í desember 2012 voru samtals veitt 18 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 28 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Síða 5 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei