Ættartengsl skilanefndarmanna; leyfisumsókn

Persónuvernd hefur svarað erindi manns sem óskaði eftir leyfi til að nota ættfræðigagnagrunn til að rannsaka hugsanleg ættartengsl milli manna. Eins og á stóð taldi Persónuvernd ekki verða séð að leyfi stofnunarinnar þyrfti til þessa.
Persónuvernd hefur svarað erindi manns sem óskaði eftir leyfi til að nota ættfræðigagnagrunn til að rannsaka hugsanleg ættartengsl milli manna. Eins og á stóð taldi Persónuvernd ekki verða séð að leyfi stofnunarinnar þyrfti til þessa, enda kom ekki fram að unnið yrði með upplýsingar um einkalífsatriði á borð við ættleiðingar, fóstursamninga, samvistarslit og hjónaskilnaði. Ef svo bæri undir - og hvorki væri byggt á samþykki né unnt að fella vinnsluna undir sérstaka lagaheimild - þyrfti hins vegar slíkt leyfi.

Svar Persónuverndar, dags. 21. janúar 2013, í máli nr. 2012/1436.


Var efnið hjálplegt? Nei