Veitt leyfi og tilkynningar í mars 2013

Í mars 2013 voru samtals veitt 28 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 49 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í mars 2013 voru samtals veitt 28 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 49 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2013/408 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á Landspítala, Ármanni Jónssyni, deildarlækni á Landspítala, Tómasi Guðbjartssyni, yfirlækni á Landspítala og Bergrósu Kristínu Jóhannesdóttur, deildarlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slasaðir með stunguáverka meðhöndlaðir á Landspítala árin 2000-2012“.

2013/368 - Maríu K. Jónsdóttur, verkefnisstjóra í taugasálfræði á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Íslensk þýðing Frontal Behavioral spurningalistans og gagnsemi hans á Minnismóttöku Landakots: Forrannsókn“.

2013/343 - Dagmar Kr. Hannesdóttur, sálfræðingi á Þroska- og hegðunarstöð, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langtímarannsókn á tengslum ADHD einkenna á leikskólaaldri við námserfiðleika í grunnskóla“.

2013/322 - Gísla H. Sigurðssyni, prófessor og forstöðulækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „D vítamín búskapur hjá bráðveikum sjúklingum“.

2013/318 - Þóru Steingrímsdóttir, fæðingalækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sitjandafæðingar á kvennadeild LSH 2001-2012“. Rannsóknin er verkefni Sigrúnar Tinnu Gunnarsdóttur, þriðja árs læknanema við Háskóla Íslands, til BS prófs í læknisfræði.

2013/289 -  Elísabet Benedikz, yfirlækni á bráðadeild Landspítala í Fossvogi, Hilmari Kjartanssyni, sérfræðilækni og Bryndísi Sigurðardóttur, sérfræðilækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Öryggi og árangur á meðferð með cefazolin/probenesíð einu sinni á dag sem göngudeildarmeðferð við húðnetjubólgu“.

2013/286 - Davíð O. Arnar, yfirlækni á hjartadeild Landspítala (LSH), var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl gáttatifs og blóðflæðis til heila“.

2013/269 - Margréti Gísladóttur, sérfræðingi í hjúkrun á barna- og unglingageðdeild Landspítala, og Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessors, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Meðferðarsamræður við fjölskyldur unglinga með ADHD borið saman við hefðbundna meðferð“.

2013/267 - Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni á Líknardeild Landspítala og Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur, sjúkrahúspresti Þjóðkirkjunnar, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Alþjóðleg forprófun á áreiðanleika og gildi spurningalista um andlega líðan, EORTC-QLQ SW36“.

2013/266 - Rúnari Helga Andrasyni, yfirsálfræðingi á Reykjalundi, og Elvu Brá Aðalsteinsdóttur, meistaranema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sérhæft mat á skjólstæðingum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs: Tengsl sálfræðilegra prófa, markmiðssetningar og meðferðarúrræða“.

2013/256 -  Grétari Guðmundssyni, sérfræðingi í taugalækningum, Jónínu Hólmfríði Hafliðadóttur, hjúkrunafræðingi, Alfons Ramel, fræðimanni á Rannsóknarstofu í næringarfræði og  Ólöfu Guðný Geirsdóttur, sérfræðingi á rannsóknarstofu Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Næringarástand sjúklinga með Parkinson sjúkdóm“.

2013/247 - Árúnu K. Sigurðardóttur, prófessor við Háskólann á Akureyri, Sólveigu Ásu Arnardóttur, lektor við sjúkraþjálfunardeild Háskóla Íslands, og Steinunni Birnu Svavardóttur, hjúkrunardeildarstjóra heilsugæslunnar á Selfossi og meistaranema við Háskólann á Akureyri, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga á Árborgarsvæðinu“.

2013/228 - Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum, Hlíf Guðmundsdóttur, sérfræðingi í öldrunarhjúkrun á LSH, Elísabetu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði LSH, Helgu Rósu Másdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, Lovísu A. Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, og Ingibjörgu Sigurþórsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Endurteknar komur aldraðra á bráðamóttökur Landspítala árin 2008-2012“.

2013/224 - Birni Rúnari Lúðvíkssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hlutverk örveru og ensím hindrandi peptíða í ónæmisfræði sóra“. Samstarfsaðilar Björns Rúnars eru Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlitslækning ehf., Guðmundur Bergsson og Una Bjarnadóttir, náttúrufræðingar á ónæmisfræðideild Landspítala.

2013/181 - Óskari Þór Jóhannssyni, Ásgerði Sverrisdóttur, Helga Sigurðssyni, og Sigurði Björnssonar, sérfræðinga í krabbameinslækningum á Landspítala, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Fjölsetra rannsókn á notkun Trastuzúmab Emtansíns (T-DM1) hjá sjúklingum með langt gengið staðbundið brjóstakrabbameins eða brjóstakrabbameins með meinvörpum, sem tjáir HER2-viðtakann, og áður hafa fengið meðferð með mótefnum gegn HER2 eða krabbameinslyfjum“.

2013/180 - Magna Sigurjóni Jónssyni, Dóru Lúðvíksdóttur, Eyþóri Björnssyni, Gunnari Guðmundssyni, og Stefáni Þorvaldssyni, sérfræðingum í lugnasjúkdómum á Læknasetrinu, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Fjölsetra, slembiröðuð, tvíblind, rannsókn þar sem borin eru saman áhrif meðferðar með QVA 149 (indacateról maleate / glycopyrroníum brómíð) ásamt lyfleysu við salmeteról/flútíkasón ásamt lyfleysu, í 52 vikur, á tíðni versnana hjá sjúklingum með meðal slæma eða mjög slæma langvinna lungnateppu“. 2013/176 -  Kolbrúnu Þorkelsdóttur, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Barnaverndarnefndar Reykjavíkur vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Réttur barna seinfærra foreldra“.

2013/102 - Rúnari Reynissyni, heimilislækni á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), Eyjólfi Þorkelssyni, lækni hjá HSA og Elísabetu Gylfadóttur, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ómskoðanir á meðgöngu í heilsugæslu í dreifbýli á 10 ára tímabili“.

2013/94 - Guðrúnu Kristjánsdóttur, prófessor í hjúkrunarfræði og forstöðumanni fræðasviðs barnahjúkrunar, Lilju Björk Sigmundsdóttir og Lóu Rún Björnsdóttur, nemum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðeitrun meðal nýbura á Landspítala árin 2010-2011: algengi, einkenni og áhættuþættir“.

2013/85 - Fritz H. Berndsen, yfirlækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HSV), og Mörtu Rós Berndsen, kandídat, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur Gallkögunar á Sjúkrahúsi Akraness 2003-2010“.

2013/82 -  Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi í þágu Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar: REFINE Reykjavík Study.

2013/81 - Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðilækni á LSH og Andra Snæ Ólafssyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Addison-sjúkdómur á Íslandi, algengi, meðferð og tíðni annarra sjúkdóma hjá þessum sjúklingahóp“.

2013/80 - Helga Sigurðssyni, prófessor og yfirlækni í krabbameinslækningum, Laufeyju Tryggvadóttir, klínískum prófessor og Gunnari Kristjánssyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og Krabbameinsskrá vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð og forspárþættir íslenskra brjóstakrabbameinssjúklinga árin 1980 - 2011“.

2013/68 - Kristínu Huld Haraldsdóttur, skurðlækni og  Margréti Brands Viktorsdóttur, var veott leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð á miltisáverkum 2006-2012. Áhrif æðaþræðingar í miltisslagæð á aðgerðartíðni“.

2013/44 - Önnu Sigríði Vernharðsdóttur, yfirljósmóður og deildarstjóra fæðingardeildar 23 A á Landspítala (LSH), Ragnheiði Bjarnadóttur, fæðingarlækni á kvennadeild LSH og Hildi Sólveigu Ragnarsdóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóðurnema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Inngrip í fæðingarferlið - Fagleg úttekt“.

2013/28 - Eddu Björgu Bjarnadóttur, sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám á Stuðlum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhættumat ungmenna á Stuðlum“.

2013/21 - Rafni Benediktssyni, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlækni innkitla- og efnaskiptadeildar Landspítala og Andreas Bergmann, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gæði og árangur meðferðar við sykursýki á legudeildum Landspítalans“.

2012/1410 - Örnu Guðmundsdóttur, sérfæðilækni á Landspítala (LSH), Laufeyju Dóru Áskelsdóttur, 3. árs læknanema, Ómari Sigurvin Gunnarssyni, deildarlækni og meistaranema og Hildi Harðardóttur, yfirlækni á Kvennadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og Fæðingarskrá landlæknis  í þágu rannsóknarinnar „Sykursýki 2 í kjölfar meðgöngusykursýki“.

2012/1243Hjartavernd var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi í þágu Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.


Þá bárust stofnuninni 49 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei