Veitt leyfi og tilkynningar í desember 2012

Í desember 2012 voru samtals veitt 18 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 28 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í desember 2012 voru samtals veitt 18 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 28 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

 

2012/1470 - Unni A. Valdimarsdóttur, prófessor við HÍ, Guðmundi Þorgeirssyni, prófessor við HÍ, og Rebekku Sigrúnu Lynch, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínísk einkenni kvenna sem komu á bráðamóttöku á Hringbraut vegna brjóstverkja í viku efnahagshrunsins 2008“.

2012/1424 - Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni á ónæmisfræðideild LSH, Unu Bjarnadóttur, náttúrufræðingi, og Jóhanni Heiðari Jóhannssyni, sérfræðilækni, var veitt leyfi til aðgangs að lífsýnasafni Rannsóknastofu í meinafræði LSH vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun á TREC og KREC prófum til greiningar á meðfæddum eitilfrumu ónæmisgöllum“.

2012/1401 -  Þórði Þorkelssyni, yfirlækni vökudeildar Barnaspítala Hringsins, og Jóni Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Spítalablóðsýkingar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins“.

2012/1384 - Páli Torfa Önundarsyni, yfirlækni blóðmeinafræðideildar á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Complementary effect of fibrinogen and recombinant activated factor VIIa (rFVIIa) on clotting ex vivo in Bernard-Soulier syndrome (BSS); experimental data and prohylactic use following vaginal delivery in two women“.

2012/1366 - Magnúsi Gottfreðssyni, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „HIV á Íslandi, 1983-2012“.

2012/1337 - Einari S. Björnssyni, prófessors og yfirlæknis, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám hjá Landspítala vegna rannsóknarinnar  „Ristilpokabólga og áhætta á ristilkrabbameini“.

2012/1336 - Karli Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landspítala, og Davíð O. Arnar, yfirlækni hjartagáttar á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hánæmt trópónín T, notagildi og mismunagreiningar“.

2012/1321 - Creditinfo-Lánstrausti hf. var veitt nýtt starfsleyfi til söfnunar og skráningar upplýsinga, sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust fyrirtækja, svo og annarra lögaðila, í því skyni að miðla til annarra upplýsingum um það efni.

2012/1308 - Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Hjartaverndar, Karli Andersen, prófessor og lækni á LSH, og Brynjólfi Mogensen, dósent og lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á áhættuþáttum fyrirbyggjanlegra áfalla hjá öldruðum. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar“.

2012/1300 - Önnu Margréti Halldórsdóttur, sérfræðilækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Jákvæð Coomb´s próf hjá nýburum; Orsakir og afleiðingar“.

2012/1290 - Fannari Kristmannssyni, nema við félags- og mannvísindasvið HÍ, var veitt leyfi til miðlunar og vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eðlisbreyting í stórfelldum líkamsárásum á 21. öldinni“.

2012/1286 - Sigurði Ólafssyni, umsjónarlækni lifrarlækninga á LSH, Óttari Má Bergmann, sérfræðilækni á LSH og Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómalækninga á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur af lyfjameðferð við lifrarbólgu C á Íslandi“.

2012/1249 - Dr. Sólveigu Ásu Árnadóttur, lektor við námsbraut sjúkraþjálfunar við læknadeild HÍ, Dr. Ingibjörgu Hjaltadóttur, hjúkrunarfræðingi á lyflæknisdeild LSH, og Unni Þormóðsdóttur, hjúkrunarstjóra heilsugæslunnar á Selfossi og meistaranema í heilbrigðisvísindum við HA, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á gæðum þjónustu heimahjúkrunar á heilsugæslunni á Selfossi út frá gæðavísum RAI-HC“.

2012/1130 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE), Kára Stefánssyni, lækni og forstjóra ÍE, Stefáni E. Matthíassyni, dósent við HÍ í æðaskurðlækningum og æðaskurðlækni, og Sólveigu Grétarsdóttur, líffræðingi hjá ÍE, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á erfðum bláæðasjúkdóma (e. venous insufficiency)“.

2012/1113 - Axel F. Sigurðssyni, sérfræðingi í hjartalækningum og  Þórarni Guðnasyni hjartalækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi og þýðing óeðlilegs hjartalínurits hjá íslenskum knattspyrnumönnum“.

2012/1108- Önnu Bryndísi Einarsdóttur, umsjónarlækni taugalækningadeildar á Landspítala, og Elíasi Ólafssyni, yfirlækni taugalækningadeildar á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, dánarmeinaskrá landlæknis, vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Óútskýrður skyndidauði hjá flogaveikum“. Sjúkratryggingum Íslands var veitt leyfi til miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga til rannsakenda vegna sömu rannsóknar.

2012/1066 - Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE), Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, Karli Erni Karlssyni, tannlækni og lektor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, Birni Ragnarssyni, tannlækni og lektor við Tannlæknadeild, Ásgeiri Sigurðssyni, tannlækni og sérfræðingi í rótar- og kjálkaaðgerðum, Sigurði Árnasyni, krabbameinslækni, Brynjari Viðarssyni, blóðlækni, Tómasi Guðbjartssyni, prófessor í skurðlæknisfræði og yfirlækni, Girish B. Hirlekar, forstöðulækni svæfinga og gjörgæsludeildar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala, Höllu Skúladóttur, yfirlækni, Óskari Þór Jóhannssyni, krabbameinslækni og erfðaráðgjafa, Rafni Benediktssyni, sérfræðingi í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, Þorvaldi Jónssyni, skurðlækni, Árna Jóni Geirssyni, gigtarlækni, og Páli Möller, skurð- og yfirlækni var veitt  heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Erfðafræðilegrar rannsóknar þrálátra verkja“.

2012/1060 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE), Kára Stefánssyni, lækni og forstjóra ÍE, Ingileif Jónsdóttur, líffræðingi og forsvarsmanni samskipta ÍE við Persónuvernd og vísindasiðanefnd, Ragnari Bjarnasyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, Árna V. Þórssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, og Rafni Benediktssyni, lækni á göngudeild sykursjúkra á Landspítala var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Rannsóknar á sykursýki af gerð 1“.


Þá bárust stofnuninni 28 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.

 



Var efnið hjálplegt? Nei