Veitt leyfi og tilkynningar í febrúar 2013

Í febrúar 2013 voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 53 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í febrúar 2013 voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 53 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.


2012/1469 - Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra Rannsóknarstofu LSH og HÍ í bráðafræðum; Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Bráðasviðs LSH, Fossvogi; og Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur og Elínu Ingibjörgu Jacobsen, lyfjafræðingum á Apóteki LSH, Fossvogi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Lyfjasaga á bráðamóttöku; mat á ávinningi þess að lyfjafræðingur taki lyfjasögu“.

2013/50 - Pálínu Ásbjörnsdóttur, laganema, var veittur aðgangur að gögnum hjá Útlendingastofnun og Innanríkisráðuneyti vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Stjórnsýsluframkvæmd á brottvísunum skv. 20. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002“.

2013/62 - Helgu Zoega, lektor við Háskóla Íslands, Drífu Pálín Geirsdóttur, meistaranema í lýðheilsuvísindum, Matthíasi Halldórssyni, lækni á geðsviði Landspítalans, Þórólfi Þórlindssyni, prófessor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, og Grétari Sigurbergssyni, geðlækni á læknamiðstöðinni Uppsölum, var veitt leyfi til aðgangs að lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun örvandi lyfja við ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) meðal fullorðna á Íslandi 2003-2012“.

2013/75 - Halldóri Jónssyni Jr, yfirlækni á bæklunarskurðdeild LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hryggáverkar alvarlegra hestaslysa“.

2013/89 - Emilíu Guðmundsdóttur, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Urði Njarðvík, lektor við Háskóla Íslands, Sigurrós Jóhannsdóttur, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Evald Sæmundsen, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Lindu Hrönn Ingadóttur, cand. psych nema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Athugun á tíðni og einkennum sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar meðal barna með röskun á einhverfurófi í ljósi nýrrar skilgreiningar í DSM-5“.

2013/203- Halldóri Jónssyni jr., yfirlækni á bæklunarskurðdeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „LIA (Local Infiltration Analgesia) verkjastilling við gerviliðaaðgerðir á hnjám“.

2013/211 Elínu Vigdísi Guðmundsdóttur, laganema, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Innanríkisráðuneytinu og Útlendingastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Réttarstaða barna á flótta samkvæmt alþjóðasamningum og íslensk lög og framkvæmd“.

2013/266- Rúnari Helga Andrasyni, yfirsálfræðingi á Reykjalundi, og Elvu Brá Aðalsteinsdóttur, meistaranema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sérhæft mat á skjólstæðingum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs: Tengsl sálfræðilegra prófa, markmiðssetningar og meðferðarúrræða“. 

2013/278-  Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur af endurlífgunum utan spítala á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008 til og með 2011“.  

 Þá bárust stofnuninni 53 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei