Fréttir: 2015

Fyrirsagnalisti

6.2.2015 : Tilkynningarkerfi komið í lag

Tilkynningarkerfi Persónuverndar er komið í lag en það hefur legið niðri vegna bilunar. Stofnunin biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hafa orðið.

3.2.2015 : Málafjöldi á árinu 2014

Árið 2014 var ekki frábrugðið fyrri árum að því er varðar innsend erindi en málafjöldi stofnunarinnar hefur stöðugt aukist síðustu ár. Aukning nýskráðra mála á árinu 2014 var 8,5% frá fyrra ári. Ný skráð mál á árinu 2014 voru samtals 1.778 en á árinu voru einnig til afgreiðslu 230 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 2.008 mál. Þar af höfðu 1.801 mál verið afgreidd við árslok.

3.2.2015 : Um málþing Persónuverndar haldið þann 28. janúar 2015

Umfjöllun, myndir og glærukynningar frá málþingi Persónuverndar um rafrænt eftirlit, sem haldið var á evrópska persónuverndardaginn - 28. janúar 2015.

22.1.2015 : Málþing um rafræna vöktun á evrópska persónuverndardaginn, miðvikudag 28. janúar 2015

Persónuvernd, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, efnir til málþings á evrópskra persónuverndardaginn. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu, miðvikudaginn 28. janúar nk. og hefst klukkan 13.30 og er opið öllum.

Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins.

19.1.2015 : Breyting á fyrirspurnartíma

Persónuvernd hefur breytt fyrirspurnatíma sínum en nú svara lögfræðingar stofnunarinnar fyrirspurnum í síma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli kl. 10-12.
Síða 2 af 2


Var efnið hjálplegt? Nei