Fréttir

Um málþing Persónuverndar haldið þann 28. janúar 2015

3.2.2015

Umfjöllun, myndir og glærukynningar frá málþingi Persónuverndar um rafrænt eftirlit, sem haldið var á evrópska persónuverndardaginn - 28. janúar 2015.


Málþingið var mjög vel sótt

Á evrópska persónuverndardaginn, miðvikudaginn 28. janúar sl., fór fram málþing á vegum Persónuverndar og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins var „Rafrænt eftirlit - hvað má og hvað ekki?“. 

Notkun eftirlitsmyndavéla og rafræn vöktun færist í stöðugt í aukana í íslensku samfélagi bæði í starfsemi fyrirtækja og opinberra aðila, svo sem í öryggis- eða löggæslutilgangi. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort vegið sé að stjórnarskrárverndaðri friðhelgi einkalífs og persónuvernd þeirra sem eftirlitinu sæta, hversu langt má ganga í slíku eftirliti og meðferð myndefnis sem þannig safnast.  Á ráðstefnunni voru flutt ýmis erindi er varða rafrænt eftirlit, m.a. eftirlit lögreglu á almannafæri, í verslunum og á Facebook, kosti og galla slíks eftirlits og hvaða skorður því eru settar samkvæmt lögum og reglum.

MBjörg Thorarensen, formaður stjórnarálþingið var mjög vel sótt. Fundarstjóri var Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Persónuverndar. Björg opnaði málþingið með stuttu erindi um rafrænt eftirlit og þá auknu möguleika sem nýjungar í stafrænni tækni bjóða upp á, oft á kostnað einkalífsverndar einstaklingar sem slíkri vöktun sæta. Þá kynnti Björg sex sérfróða aðila sem héldu erindi og stýrði umræðum og fyrirspurnum. 

Eftirfarandi er stutt umfjöllum um kynningar hvers fyrirlesara fyrir sig. Auk þess má finna tengla á glærukynningar með því að smella á nafn viðkomandi fyrirlesara.

Alma Tryggvadóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd



Alma Tryggvadóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd, fjallaði um hvar mörk rafræns eftirlits og friðhelgi einkalífs lægju. Fór hún yfir almennar heimildir persónuverndarlaga, og reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun, er lúta að rafrænni vöktun, m.a. um það hver megi vakta, hvað megi vakta og í hvaða tilgangi. Þá fór hún yfir skyldur þess sem viðhefur slíka vöktun og réttindi einstaklinga sem henni sæta. 

Lárus Ólafsson, lögmaður hjá SVÞ




Lárus M.K. Ólafsson, lögmaður hjá Samtökum verslunar og þjónustu, fjallaði um rafræna vöktun með augum verslunarinnar, m.a. það hagsmunamat sem fram fer hjá atvinnurekendum, starfsmönnum og neytendum. Þá fjallaði Lárus um rýrnun í verslun, sem að stórum hluta er unnt að rekja til starfsmanna, og tilgang og nauðsyn vöktunar á þessum vettvangi.





Bryndís Guðnadóttir, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, fjallaði í kjölfarið um kvart­an­ir sem starfs­menn bæru fram vegna ra­f­ræns eft­ir­lits á vinnu­stöðum. Bryndís greindi frá áhugaverðum  málum sem VR hefði verið tilkynnt um og lutu að umfangsmiklu rafrænu eftirliti með starfsmönnum á vinnustöðum þeirra. Auk þess greindi Bryndís frá átakinu „VR-Skóli lífsins“ sem ætlað er að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkaðinn.

Ævar Einarsson, ráðgjafi hjá Deloitte




Ævar Einarsson, liðstjóri í upplýsingatækniráðgjöf hjá Deloitte og ráðgjafi, fjallaði um nýja skilamála Facebook sem tóku gildi 1. janúar 2015. Í erindi Ævars kom fram að Facebook hefði stóraukið eftirlit með notendum sínum og safni mjög umfangsmiklum upplýsingum um notendum. Eina leiðin til að hafna fyrrnefndum skilmálunum væri að hætta á Facebook og eyða aðgangi sínum. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn RLS






Hjálmar Björgvinsson, aðstoðar yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, fjallaði um myndavélaeftirlit lögreglu á almannafæri, hver ávinningur þess væri fyrir borgarana og hvers almenningur mætti vænta. Þá fór Hjálmar yfir tilgang og framkvæmd vöktunar lögreglu á almannafæri og hvaða reglur giltu um meðferð þeirra gagna sem söfnuðust við eftirlitið.





Að lokum fjallaði Richard Yeo, hópstjóri fjarkönnunar hjá Veðurstofu Íslands, um notkun dróna eða ómannaðra flugfara í störfum sínum hjá Veðurstofunni, ólíkar tegundir þeirra og flug- og vinnslugetu. Þá fjallaði Richard stuttlega um laga- og reglugerðarumhverfi slíkra flugfara auk þess sem hann greindi frá tækifærum og ógnum sem fylgdu notkun þeirra.





Var efnið hjálplegt? Nei