Fréttir

Samkeyrslur hjá Embætti landlæknis og sóttvarnalækni vegna bólusetningar við COVID-19

5.1.2021

Hinn 16. desember 2020 veitti Persónuvernd Embætti landlæknis og sóttvarnalækni leyfi til samkeyrslna á skrám með viðkvæmum persónuupplýsingum í þágu bólusetningar við COVID-19, þ.e. í því skyni að afmarka forgangshópa vegna bólusetningarinnar. Hinn 17. s.m. veitti Persónuvernd auk þess álit, þess efnis að heimild stæði til þess að yfirlæknum sóttvarna í einstökum heilbrigðisumdæmum væru afhentar tilteknar upplýsingar í þessu skyni. Þá fjallaði stofnunin um öryggi við afhendinguna í bréfi hinn 18. s.m. og um öflun upplýsinga um símanúmer frá fjarskiptafyrirtækjum í umræddum tilgangi með bréfi hinn 29 s.m., en þar kemur fram að lagaheimildir standi til þess að Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir afli þeirra upplýsinga.

Leyfi 16. desember 2020

Álit 17. desember 2020

Bréf 18. desember 2020

Álit 29. desember 2020

Viðbót við þegar veitt leyfi 2. febrúar 2021

Viðbót við þegar veitt leyfi 19. mars 2021

Viðbót við þegar veitt leyfi 24. mars 2021

Viðbót við þegar veitt leyfi 5. maí 2021



Var efnið hjálplegt? Nei