Fréttir

Hagnýt ráð í tilefni komandi fermingartíðar

31.3.2023

Nú er hin árlega fermingartíð að hefjast og af því tilefni vill Persónuvernd minna á að huga þarf að sjónarmiðum um börn og vinnslu persónuupplýsinga sé verið að vinna með upplýsingar um þau.

Um myndbirtingar á netinu gilda almennar reglur en börn og unglingar hafa almennt skoðun á myndbirtingum. Munum að virða einkalíf barna og fá þeirra sjónarmið um myndbirtingar á samfélagsmiðlum og almennt á netinu.

Sé ætlunin að streyma frá fermingu er nauðsynlegt að hafa m.a. í huga að börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlögunum. Vertu meðvitaður um hvort unnið er með persónuupplýsingar sem gætu flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar, t.d. upplýsingar um trúarbrögð og lífsskoðanir. 

Hér má nálgast hagnýt ráð varðandi streymi viðburða.

Ef til stendur að birta lista yfir nöfn fermingarbarna opinberlega þarf ábyrgðaraðili að ganga úr skugga um að til þess sé heimild í persónuverndarlögum eða að ákvæði laganna um undanþágu vegna fjölmiðlunar eigi við.

Hér má nálgast frekari fræðslu um börn og persónuvernd

Hér má nálgast frekari fræðslu fyrir börn og ungmenni um þeirra réttindi



Var efnið hjálplegt? Nei