Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Nýtt starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. - 6.3.2017

Persónuvernd hefur gefið út nýtt starfsleyfi til Creditinfo Lánstrausts hf. til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga. Ýmsar breytingar hafa orðið á leyfisskilmálum og eru þær rökstuddar í fylgibréfi með starfsleyfinu.
Lesa meira

Uppfletting í vanskilaskrá vegna raðgreiðslusamninga - 23.2.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að uppfletting Borgunar á upplýsingum um kvartanda í vanskilaskrá við gerð tveggja raðgreiðslusamninga hafi verið í samræmi við persónuverndarlög.
Lesa meira

Heilsufarsviðtöl á Landspítala - 23.2.2017

Persónuvernd hefur veitt álit í tilefni af vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd heilsufarsviðtala við starfsmenn Landspítala. Í áliti Persónuverndar er meðal annars lýst þeirri afstöðu að fyrirhuguð vinnsla geti átt sér stoð í heimildarákvæðum persónuverndarlaga. Þá bendir Persónuvernd á mikilvægi þess að meðalhófs verði gætt við vinnsluna.

Lesa meira

Öflun fjárhagsupplýsinga við útgáfu kreditkorts - 23.2.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að öflun fjárhagsupplýsinga hjá Íslandsbanka, í tengslum við útgáfu kreditkorts, hafi verið í samræmi við persónuverndarlög.
Lesa meira