Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Aðgangur að aðgerðaskráningu - mál nr. 2016/835 - 24.5.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að Valitor sé ekki skylt að afhenda kvartanda upplýsingar um hvaða starfsmenn hafi flett honum upp í tölvukerfi fyrirtækisins. Hins vegar hefði aðgerðaskráning og varðveisla færslna í slíkri skráningu ekki verið í samræmi við starfsreglur félagsins og 11. gr. laga nr. 77/2000. Var lagt fyrir Valitor að senda Persónuvernd staðfestingu á því að tekinn hefði verið upp ársvarðveislutími aðgerðaskráninga og uppfærða öryggishandbók fyrir 1. maí 2017.
Lesa meira

Persónuvernd er Stofnun ársins 2017 - 12.5.2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar við hátíðlega athöfn þann 10. maí á Hilton Reykjavík NPersónuvernd er stofnun ársins 2017ordica. Um er að ræða starfsánægjukönnun sem gerð var á vegum SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og fjármálaráðuneytisins. Hlaut Persónuvernd hæstu einkunn í flokki lítilla stofnana með heildareinkunnina 4,72 af 5. 
Lesa meira

Umsögn Persónuverndar um fjármálaáætlun 2018-2022 - 2.5.2017

Persónuvernd hefur að beiðni fjárlaganefndar Alþingis veitt umsögn um fjármálaáætlun 2018-2022. Í umsögninni koma fram alvarlegar áhyggjur af stöðu persónuverndarmála á Íslandi. Í umsögninni er m.a. bent á að ný evrópsk persónuverndarlöggjöf muni koma til framkvæmda í maí 2018. Slíkt kalli á vandaðan undirbúning en sé miðað við óbreytt ástand hafi stofnunin ekki nægar fjárheimildir eða mannafla til að takast á við þau verkefni sem hin nýja löggjöf gerir ráð fyrir.
Lesa meira

Gerð lánshæfismats og skráning á vanskilaskrá - 5.4.2017

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla Creditinfo Lánstrausts hf. á persónuupplýsingum um kvartanda í tengslum við gerð lánshæfismats og skráningu hans á vanskilaskrá hafi verið í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa meira