Efst á baugi - Úrskurðir o.fl.

Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga samþykkt á Alþingi - 14.6.2018

Frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samþykkt á Alþingi í gær, en lögin taka gildi þann 15. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Ítarlegar athugasemdir gerðar við vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor - 7.6.2018

Gerðar eru ítarlegar athugasemdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunnskólanna vegna eftirfylgni með áliti Persónuverndar frá september 2015, um vinnslu grunnskóla á persónuupplýsingum í Mentor. Verði ekki orðið við athugasemdum Persónuverndar verður tekið til skoðunar að stöðva alla frekari skráningu persónuupplýsinga í vefkerfið Mentor hjá skólunum.

Lesa meira

Ákvörðun um öryggisbrot við meðferð persónuupplýsinga hjá Borgarhólsskóla - mál nr. 2017/1566 - 30.5.2018

Persónuvernd hefur ákvarðað að birting trúnaðargagna um nemendur skólans, sem átti sér stað við öryggisbrot við flutning gagna yfir í skýþjónustu, hafi ekki samrýmst lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá gerir Persónuvernd alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið útbúin öryggiskerfi um þær persónuuppplýsingar sem unnar eru á vegum skólans, líkt og lög geri ráð fyrir. Jafnframt eru gerðar alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Advania, sem vinnsluaðila skólans, í málinu. Lagt er fyrir Borgarhólsskóla að útbúa öryggisstefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir í samræmi við kröfur laga nr. 77/2000 og reglna nr. 299/2001. Þá er lagt fyrir skólann að sannreyna með viðeigandi hætti að Advania geti framkvæmt fullnægjandi öryggisráðstafanir, auk þess sem skólinn skal gera viðeigandi úrbætur á vinnslusamningi sínum við Advania.

Lesa meira

Úrskurður Persónuverndar um rafrænt aðgengi að kjörskrám á skra.is – mál nr. 2017/1523 - 30.5.2018

Persónuvernd hefur úrskurðað að rafrænt aðgengi að kjörskrám á vefsvæði Þjóðskrár Íslands, skra.is, á þeim tíma frá því að kjörskrárstofnar hafa verið afhentir sveitarstjórnum fyrir kosningar og þar til kosningum lýkur, samrýmist lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica