Fréttir

Kosningabarátta á samfélagsmiðlum vegna kosninga til Alþingis 2021 – fræðsla

17.9.2021

Persónuvernd hefur gefið út fræðsluefni fyrir kjósendur og þá sem vinna með persónuupplýsingar í tengslum við kosningar.

Í áliti Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2016 og 2017 setti stofnunin fram leiðbeiningar og tillögur til að tryggja að farið yrði að persónuverndarlögum í tengslum við kosningar. Meðal þeirra tillagna var að stjórnmálasamtök myndu vinna að sameiginlegum verklagsreglum í samráði við Persónuvernd, sem tækju mið af ríkri fræðsluskyldu ábyrgðaraðila, til að unnt yrði að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga í framtíðinni í tengslum við kosningar.

Þau átta stjórnmálasamtök sem nú eiga sæti á Alþingi hafa samið framangreindar verklagsreglur í samráði við Persónuvernd.



Var efnið hjálplegt? Nei