Fréttir: 2009

Fyrirsagnalisti

30.3.2009 : Birting upplýsinga um hlutabréfaeign einstaklinga

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn um það hvaða reglur gildi um birtingu upplýsinga um hlutabréfaeign einstaklinga og því hvort safna megi slíkum upplýsingum og birta á opinberum vettvangi. Einnig svaraði Persónuvernd því hvort munur væri á birtingu upplýsinga um eign einstaklinga í almennum hlutafélögum sem eru í Kauphöll Íslands og þeirra eigna sem eru í öðrum einkahlutafélögum.

 

3.2.2009 : Sjúkraupplýsingar LSH um hjartasjúklinga varðveittar í Svíþjóð

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við að persónuupplýsingar um fólk með hjartasjúkdóma verði varðveittar í sjúkrahúsi í Uppsala.

12.1.2009 : Yfir 1.000 mál hjá Persónuvernd

Á árinu 2008 voru alls skráð 988 ný mál. Óafgreidd erindi frá fyrra ári voru 297 þannig að alls hafði stofnunin til meðferðar 1.285 mál á árinu sem var að líða og höfðu 1.072 mál verið afgreidd fyrir lok ársins.

9.1.2009 : Um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fellt dóm um varðveislu breskra stjórnvalda á fingraförum, lífsýnum og arfgerðarupplýsingum

Síða 4 af 4


Var efnið hjálplegt? Nei