Allar spurningar og svör

Undirskriftasafnanir

Undirskriftasafnanir geta falið í sér vinnslu persónuupplýsinga sem falla undir persónuverndarlögin. 

Hvað þarf að hafa í huga varðandi undirskriftasafnanir?

Söfnun undirskrifta á Netinu telst vera vinnsla persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Þar af leiðandi þarf að fylgja öllum ákvæðum persónuverndarlaganna, svo sem um heimildir til vinnslu og fræðslu gagnvart þeim sem skrifa undir.

Söfnun undirskrifta á pappír getur einnig talist vera vinnsla persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið persónuverndarlaganna að því gefnu að undirskriftirnar séu varðveittar í skipulagðri skrá.

heimild sem kemur einkum til greina er samþykki þess sem skrifar undir. Auk heimildar verður vinnslan að fullnægja meginreglum laganna, þ. á. m. að persónuupplýsingar séu fengnar í skýrt tilgreindum, lögmætum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Þá ber ábyrgðaraðila (þ.e. þeim sem ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga) að veita hinum skráða fræðslu um vinnsluna, þ. á. m. um tilgang hennar og hvert stendur til að miðla undirskriftunum.


Fáni EvrópusambandsinsVinnsla þessara spurninga og svara var styrkt af Evrópusambandinu - The European Union's Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)

Spurningarnar og svörin eru unnin af Persónuvernd sem ber fulla ábyrgð á þeim. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber enga ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem svörin hafa að geyma.


Var efnið hjálplegt? Nei